fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Bleikt

Sannkölluð ofurkona: Rústaði körlunum, bætti metið um 12 tíma og pumpaði brjóstamjólk á meðan

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 23. janúar 2019 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jasmin Paris er íþróttakona sem ef til vill fæstir hafa heyrt um en afrekið sem hún vann í einni erfiðustu hlaupakeppni heims á dögunum hefur vakið mikla athygli.

Paris þessi er 35 ára langhlaupari og tók hún þátt í Montane Spine Race-hlaupakeppninni í Bretlandi á miðvikudag í síðustu viku. Um er að ræða virkilega erfiða keppni sem snýst um að komast á tveimur jafnfljótum rétt rúma 430 kílómetra á sem stystum tíma.

Það er skemmst frá því að segja að Paris skaut keppinautum sínum, bæði körlum og konum, ref fyrir rass í hlaupinu og kom í mark á 83 tímum, 12 mínútum og 23 sekúndum. Bætti hún metið frá árinu 2016 um heilar tólf klukkustundir og bætti metið í kvennaflokki um 26,5 klukkustundir.

Hafi þetta afrek ekki verið nóg er þess getið í frétt Guardian að Jasmin hafi einnig pumpað brjóstamjólk á meðan á hlaupinu stóð fyrir fjórtán mánaða dóttur sína.

Hlaupið var ekki beint auðvelt eins og gefur að skilja. Undir lokin segist Jasmin hafa verið byrjuð að sjá ofsjónir og var hún nánast búin á líkama og sál. Keppendur mega sofa á meðan á hlaupinu stendur en aðeins þegar þeir virkilega þurfa á því að halda. Þá er hlaupið að stórum hluta í myrkri enda hávetur í Evrópu um þessar mundir og birtan eftir því.

Í frétt BBC kemur fram að Jasmin hafi samtals hvílt sig í sjö klukkustundir sem hún nýtti í að borða og, jú, pumpa sig. Ótrúleg afrekskona þarna á ferð sem var hvíldinni fegin þegar hlaupið var yfirstaðið. „Nú er kominn tími til að sofa og hugsa um stelpuna,“ sagði hún eftir að hafa komið í mark.

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Sam Smith viðurkennir að hann hafi svelt sig: „Það mun alltaf vera barátta fyrir mig að horfa í spegil“

Sam Smith viðurkennir að hann hafi svelt sig: „Það mun alltaf vera barátta fyrir mig að horfa í spegil“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Sannleikurinn um samband Jennifer Aniston og Brad Pitt

Sannleikurinn um samband Jennifer Aniston og Brad Pitt
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Hugh Jackman gerði bráðfyndna auglýsingu fyrir Ryan Reynolds – Sjáðu myndbandið

Hugh Jackman gerði bráðfyndna auglýsingu fyrir Ryan Reynolds – Sjáðu myndbandið
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Aníta Rún: „Mikilvægt að geta sagt nei við börnin sín og standa við það“

Aníta Rún: „Mikilvægt að geta sagt nei við börnin sín og standa við það“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.