fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

9 mánaða drengur lifði af ótrúlega þolraun

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 23. janúar 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskir læknar telja að 19 mánaða drengurinn, Theo Fry, eigi Englandsmet í fjölda hjartaáfalla á einum sólarhring eftir að hann fékk á þriðja tug hjartaáfalla á innan við sólarhring.

Þegar Theo litli var aðeins 8 daga gamall tóku foreldrar hans eftir því er hann blánaði allur upp og varð mjög slappur. Þau hringdu þá þegar í neyðarlínuna þar sem þeim var fyrirskipað að fara strax með drenginn á næsta sjúkrahús þar sem 40 manna neyðarteymi beið eftir honum.

Hjartað í Theo hafði gefið sig og þurfti hann að undirgangast skurðaðgerð þar sem reynt var að gera hjarta hans starfshæft að nýju.

Tvö göt uppgötvuðust á hjartanu og hjartagalli sem olli því að hjartað var ófært um að dæla blóði.

Í kjölfar aðgerðarinnar þurfti Theo að dveljast í þrjá mánuði á spítalanum áður en óhætt var talið að senda hann heim.

En þrautagöngu hans lauk ekki þar því eftir að heim var komið þjáðist Theo af mikilli hjartsláttaróreglu þar sem hjartsláttur hans gat orðið hættulega hraður.

Theo sneri því aftur á sjúkrahúsið og var haldið undir stöðugu eftirliti. Í þetta skiptið dvaldi hann í 6 mánuði á sjúkrahúsinu og á þeim tíma fékk hann fjöldann allan af hjartaáföllum.

Erfiðasti dagurinn rann þó upp þann 31. janúar 2018, þegar litla hjartað hætti að slá alls 25 sinnum.

„Þetta var hryllilegt,“sagði móðir Theos í samtali við The Sun. „Hann fékk áfall eftir áfall. Ég vissi að hann gæti ekki þolað mikið meir. Í hvert einasta skiptið sem það gerðist þurftu hjúkrunarfræðingarnir að kalla út endurlífgunarteymi. Ég fylgdist með hverju einasta hnoði sem teymið framkvæmdi á honum og hugsaði „Góði guð, ekki láta þetta vera hans síðasta andardrátt.“.“

Theo var sendur aftur í skurðaðgerð, og þar uppgötvuðu læknar bandvef í hjartanu sem kom í veg fyrir að það gæti sinnt hlutverki sínu með fullnægjandi hætti.

Þegar loksins varð ljóst hvað olli hjartaáföllunum gátu læknar gert að hjartanu hans Theos. Eftir aðgerðina fór honum hratt batnandi og fékk loksins að fara heim, nokkrum dögum síðar.

Veikindi Theos höfðu eðlilega mikil áhrif á foreldra hans. Þau safna í dag fé fyrir góðgerðarsamtökin Healing Little Hearts, en samtökin senda teymi skurðlækna til þróunarríkja til að framkvæma aðgerðir á hjartveikum börnum, sem annars myndu láta lífið.

Frétt The Sun um málið

Theo litli braggast vel þrátt fyrir að hafa fengið á þriðja tug hjartaáfalla fyrir fyrsta afmælisdaginn
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum
Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Verk og vit sett með pomp og prakt

Verk og vit sett með pomp og prakt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.