fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Bleikt

Silvia Rakel í áfalli eftir ömurlegt atvik á Álftanesi: „Ég varð sko hrædd og ég verð það ekki auðveldlega“

Aníta Estíva Harðardóttir
Þriðjudaginn 22. janúar 2019 14:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Silvia Rakel Guðjónsdóttir lenti í ömurlegu atviki á Álftanesi fyrr í dag þegar hún var úti að ganga með sex mánaða gamlan son sinn í vagni. Ekki var búið að moka gangstéttirnar og ákvað Silvia því að ganga á götunni alveg upp við stéttina þegar bíll kemur askvaðandi á móti henni og keyrir alveg upp að vagninum.

„Þetta var alveg ömurlegt! Ég varð sko hrædd og ég verð það ekki auðveldlega,“ segir Silvia í samtali við blaðamann.

Segir Silvia að feikinóg pláss hafi verið á götunni og að ekkert mál hefði verið fyrir bílinn að keyra fram hjá henni án þess að koma nálægt þeim. Atvikið átti sér stað fyrir utan Bjarnastaðavör á Álftanesi þar sem gömlu bæjarskrifstofurnar eru.

Þessa mynd tók Sylvia aðeins nokkrum sekúndum áður en bíllinn kom og má greinilega sjá að ekki var búið að moka gangstéttirnar

„Hann keyrir alveg upp að vagninum, horfir hótandi á mig út um framrúðuna og leggst á flautuna. Ég þurfti að keyra vagninn upp á snjóhjól við gangstéttina svo hann „kæmist“ fram hjá! Á ekki orð! Til þín dóni, skammastu þín!!!!“ Segir Silvía reið og er skiljanlega í miklu áfalli eftir atvikið.

Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV.
Netfang: anita@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Sam Smith viðurkennir að hann hafi svelt sig: „Það mun alltaf vera barátta fyrir mig að horfa í spegil“

Sam Smith viðurkennir að hann hafi svelt sig: „Það mun alltaf vera barátta fyrir mig að horfa í spegil“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Sannleikurinn um samband Jennifer Aniston og Brad Pitt

Sannleikurinn um samband Jennifer Aniston og Brad Pitt
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Hugh Jackman gerði bráðfyndna auglýsingu fyrir Ryan Reynolds – Sjáðu myndbandið

Hugh Jackman gerði bráðfyndna auglýsingu fyrir Ryan Reynolds – Sjáðu myndbandið
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Aníta Rún: „Mikilvægt að geta sagt nei við börnin sín og standa við það“

Aníta Rún: „Mikilvægt að geta sagt nei við börnin sín og standa við það“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.