fbpx
Miðvikudagur 20.febrúar 2019
Bleikt

Miley Cyrus gerir allt brjálað: „Marijúana gerir þig hamingjusaman“

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 22. janúar 2019 11:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söng- og leikkonan Miley Cyrus sem byrjaði feril sinn sem hin saklausa Hanna Montana hefur aldeilis skriðið út úr barnaskeilinni undanfarin ár. Fljótlega eftir að Miley komst á unglingsaldurinn fór hún að koma fram fáklædd, sitja fyrir á djörfum myndum og í myndböndum, tala fyrir því að hún reyki reglulega Marijúana ásamt því að gera ýmislegt annað sem gjarnan hefur farið fyrir brjóstið á fólki.

Það nýlegasta er mynd sem Miley birti á Instagram reikningi sínum í gær. Á myndinni stendur „Marijúana gerir þig hamingjusaman.“ En undir myndina skrifar Miley: „Hlustið á Miley. Hún veit hvað er að frétta.“

Aðdáendur og fylgjendur Miley eru margir hverjir ekki ánægðir með þessi skilaboð hennar, en er hún talin vera mikil fyrirmynd ungs fólks í dag.

 

 

View this post on Instagram

 

Listen to Miley. She also knows what’s up.

A post shared by Miley Cyrus (@mileycyrus) on

Einn fylgjandi skrifaði á myndina: „Ef þú þarft marijúana til þess að vera hamingjusöm, þá ættir þú að spyrja þig nokkurra spurninga.“

Annar segir: „Marijúana hefur mikil sálræn og andleg áhrif á heila ungs fólks. Það getur skapað vandamál sem ekki er hægt að vinna bug á. Farðu varlega með þau áhrif sem þú hefur.“

Margar mæður sem fylgja Miley eru henni mjög reiðar og segja henni meðal annars að gera það sem hún vill í friði en að vera ekki að hafa áhrif á ungt fólk. Þá greinir meðal annars einn fylgjandi hennar frá því að hann hafi misst móður sína þegar hann var aðeins tólf ára gamall og biður hana að hugsa sig varlega um.

Já, það má segja að Miley kunni að koma fólki í uppnám.

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Ingibjörg: „Ég vill ekki hugsa til þess hvað hefði gerst ef ég hefði beðið í viku í viðbót með að fara upp á geðdeild“

Ingibjörg: „Ég vill ekki hugsa til þess hvað hefði gerst ef ég hefði beðið í viku í viðbót með að fara upp á geðdeild“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Katy Perry og Orlando Bloom trúlofuð

Katy Perry og Orlando Bloom trúlofuð
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Kærastan sendir Rúrik einlæga ástarjátningu: „Takk fyrir að vera maður drauma minna“

Kærastan sendir Rúrik einlæga ástarjátningu: „Takk fyrir að vera maður drauma minna“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Kylie Jenner og Ariana Grande misstu milljónir fylgjenda í gær

Kylie Jenner og Ariana Grande misstu milljónir fylgjenda í gær

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.