fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Bleikt

Hjalti saknar Jónínu sem þarf að dvelja á Húsavík vegna heilabilunar

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 22. janúar 2019 09:58

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjalti Skaptason saknar eiginkonu sinnar til 35 ára, Jónínu Þorsteinsdóttur strax, en hún þarf að dvelja á Húsavík í sex vikur í hvíldarinnlögn. Jónína er haldin heilabilunarsjúkdóm en fær ekki forgang í innlögn eða dvöl á hjúkrunarheimili vegna þess að hún þiggur ekki alla þá aðstoð sem er í boði. Hjalti segir í samtali við Morgunblaðið í dag að hann vilji vekja athygli á ástandi í málefnum fólks með heilabilunarsjúkdóma.

Hjónin búa á höfuðborgarsvæðinu en þar sem Jónína uppfyllir ekki skilyrði til að komast á forgangslista fyrir innlögn eða dvöl á hjúkrunarheimili, urðu þau að snúa sér til Húsavíkur. Hjalti fylgdi henni með flugi til Húsavíkur í gærmorgun. 

„Ég kem fram með okkar sögu til þess að benda á ástandið í málefnum fólks með heilabilunarsjúkdóma. Ég hef góðan stuðning en það eru ekki allir sem hafa hann,“ segir Hjalti í samtali við Morgunblaðið. Hann segir Jónínu eiga erfitt með að koma á ókunna stað og að hún geri sér ekki neina grein fyrir aðstæðum þar sem heilsu hennar hefur hrakað mikið á síðustu tveimur árum og sé hún í dag ófær um að sjá um sjálfa sig. Dóttir Jónínu býr á Húsavík, en það er eina tenging þeirra hjóna við bæjarfélagið. 

Hjalti saknar Jónínu sinnar strax en vonast þó til að geta heimsótt hana einu sinni til Húsavíkur á þeim sex vikum sem áætlað er að hún dvelji þar.

Erla Dóra Magnúsdóttir
erladora@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Sam Smith viðurkennir að hann hafi svelt sig: „Það mun alltaf vera barátta fyrir mig að horfa í spegil“

Sam Smith viðurkennir að hann hafi svelt sig: „Það mun alltaf vera barátta fyrir mig að horfa í spegil“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Sannleikurinn um samband Jennifer Aniston og Brad Pitt

Sannleikurinn um samband Jennifer Aniston og Brad Pitt
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Hugh Jackman gerði bráðfyndna auglýsingu fyrir Ryan Reynolds – Sjáðu myndbandið

Hugh Jackman gerði bráðfyndna auglýsingu fyrir Ryan Reynolds – Sjáðu myndbandið
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Aníta Rún: „Mikilvægt að geta sagt nei við börnin sín og standa við það“

Aníta Rún: „Mikilvægt að geta sagt nei við börnin sín og standa við það“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.