fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Bleikt

Margréti sagt upp í starfi vegna holdafars síns – „Mér er misboðið“

Tómas Valgeirsson
Mánudaginn 21. janúar 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í dag á ég mjög erfitt með að horfa jákvætt á líkama minn þar sem ég fæ ekki að halda vinnunni minni vegna holdafars míns.“

Svona hefst stöðufærsla hjá Margréti, sem vegna alvarleika málsins treystir sér ekki til þess að koma fram undir fullu nafni. Innlegg hennar var birt í lokaða Facebook-hópnum Jákvæð líkamsmynd. Öruggt er að fullyrða að hún sé miður sín yfir fréttunum sem hún fékk. „Í dag er ég reið og mér er misboðið,“ heldur hún áfram.

Margrét, sem er yfir meðalþyngd að eigin sögn, nafngreinir ekki vinnustaðinn en í samtali við DV segist hún vera enn í áfalli yfir þessu.

„Eins og ekkert sé eðlilegra“

Margrét var á tímabundnum samningi en segist hún hafa leyft sér að vera bjartsýn fyrir áframhaldandi stöðu. „En þegar kom að uppsögninni var mér sagt að þetta væri vegna líkamlegs atgervis míns.“

Þá rekur hún söguna af aðdraganda þessa starfs og segist hafa verið ráðin í fyrrasumar. Þá hafði hún unnið þar tímabundið áður. Samkvæmt henni voru yfirmenn meðvitaðir um að hún væri slæm í baki og með vefjagigt. „Í dag þegar ég kem til vinnu var mér sagt að ég gæti ekki unnið hér lengur og ég vissi mætavel hvað ég þyrfti að gera til að laga það til þess að verða gjaldgeng á fleiri vinnustöðum,“ segir Margrét.

„Mín fyrstu viðbrögð voru orðleysi,“ segir hún. „Mér fannst vera vegið að mér sem persónu en mér tókst að láta sem ekkert amaði að og sagði einfaldlega bara „já já.““

Segist þá Margrét hafa áður fundið fyrir mismunun vegna sinnar þyngdar á vinnustaðnum. Að hennar sögn var hún vön því að sinna þeim störfum sem vinnuveitendur lögðu fyrir henni. Einnig tekur hún fram að önnur kona á sama vinnustað haldi stöðu sinni „eins og ekkert sé eðlilegra“ þrátt fyrir að vera í svipuðum þyngarflokki og með gigt.

Tómas Valgeirsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Sam Smith viðurkennir að hann hafi svelt sig: „Það mun alltaf vera barátta fyrir mig að horfa í spegil“

Sam Smith viðurkennir að hann hafi svelt sig: „Það mun alltaf vera barátta fyrir mig að horfa í spegil“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Sannleikurinn um samband Jennifer Aniston og Brad Pitt

Sannleikurinn um samband Jennifer Aniston og Brad Pitt
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Hugh Jackman gerði bráðfyndna auglýsingu fyrir Ryan Reynolds – Sjáðu myndbandið

Hugh Jackman gerði bráðfyndna auglýsingu fyrir Ryan Reynolds – Sjáðu myndbandið
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Aníta Rún: „Mikilvægt að geta sagt nei við börnin sín og standa við það“

Aníta Rún: „Mikilvægt að geta sagt nei við börnin sín og standa við það“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.