fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Bleikt

Icelandair biður Margréti Erlu afsökunar 13 árum seinna: „Flestir sem komu að þessu fíaskói eru löngu hættir“

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 21. janúar 2019 11:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Erla Maack listakona og dansari segist hafa fyrirgefið Icelandair fyrir eina þá verstu áreitni sem hún hafi lent í frá þeim.

„Ein versta áreitni sem ég lenti í var boð á vegum Icelandair og þau hótuðu að borga mér ekki fyrir giggið því ég tjáði mig um það á blogginu mínu. Mörgum árum síðar fór ég í flugfreyjupróf en hafði veður af því að ég myndi aldrei koma til greina út af þessu atviki,“ segir Margrét Erla í nýlegri færslu sinni á Twitter og notar þar myllumerkið #vinnufriður. Myllumerkið fór fyrir stuttu á flakk um samfélagsmiðla þar sem íslenskar konur tjá sig um áreitni sem þær hafa orðið fyrir á vinnustað.

Sjá einnig:Margrét Erla segir að Icelandair hafi bannað sig

Margrét greindi frá atvikinu í viðtali í fyrra. Sagði hún að Icelandair hafi fyrir 13 árum lagt blátt bann á að hún myndi skemmta í partíum fyrirtækisins vegna þess að hún hafi kvartað undan kynferðislegri áreitni eins starfsmanns.

Sjá einnig:Íslenskar konur lýsa perrum í vinnunni: „Viðskiptavinur reyndi að kyssa mig á munninn fyrir góða þjónustu“

„En! Mannauðsstjóri Icelandair hringdi nýlega í mig og bað mig afsökunar. Flestir sem komu að þessu fíaskói eru löngu hættir hjá fyrirtækinu og mig langar að trúa að kúltúrinn sé annar,“ skrifar Margrét í kjölfarið á færslunni.

Má því álykta að á milli þeirra ríki sátt í dag, þrettán árum eftir að atvikið átti sér stað.

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Sam Smith viðurkennir að hann hafi svelt sig: „Það mun alltaf vera barátta fyrir mig að horfa í spegil“

Sam Smith viðurkennir að hann hafi svelt sig: „Það mun alltaf vera barátta fyrir mig að horfa í spegil“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Sannleikurinn um samband Jennifer Aniston og Brad Pitt

Sannleikurinn um samband Jennifer Aniston og Brad Pitt
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Hugh Jackman gerði bráðfyndna auglýsingu fyrir Ryan Reynolds – Sjáðu myndbandið

Hugh Jackman gerði bráðfyndna auglýsingu fyrir Ryan Reynolds – Sjáðu myndbandið
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Aníta Rún: „Mikilvægt að geta sagt nei við börnin sín og standa við það“

Aníta Rún: „Mikilvægt að geta sagt nei við börnin sín og standa við það“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.