fbpx
Miðvikudagur 20.febrúar 2019
Bleikt

Hailey Baldwin ásökuð um ofbeldi gegn hvolpi þeirra hjóna – Myndband

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 21. janúar 2019 15:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngvarinn Justin Bieber og eiginkona hans Hailey Baldwin fengu sér hvolpinn Oscar fyrir síðustu jól. Hvolpurinn er af tegundinni Maltese Terrier og hefur parið birt margar myndir af honum á samfélagsmiðlum.

Nú sætir Hailey þó harðri gagnrýni frá aðdáendum sínum vegna nýlegs myndbands sem hún deildi á Instagram.

Á myndbandinu má sjá Hailey halda á Osvar með annari hendi og taka upp myndband þar sem hún hristir hvolpinn nokkuð harkalega. Á myndbandið skrifar Hailey „engar áhyggjur, hann elskar þetta.“

Aðdáendur hennar voru fljótir að benda henni á að ekki væri í lagi að hrista hunda og að það væri engin leið fyrir hana til þess að vita hvort hann elskaði það eða ekki. Dailymail greinir frá.

Notanda undir nafninu ina_maaria segir: „Ohhh, stelpa hvað í fjandanum ertu að gera við hundinn þinn! Guð minn góður hvað þetta er heimskulegt!“

Annar undir nafninu laurasiegg skrifar: „Shaking dog syndrom eða? Djók…samt ekki.“ Með því vísar notandinn til alvarleika þess þegar ungabörn eru hrist en þegar það gerist geta þau látist vegna áverka.

Fleiri fylgjendur Hailey deildu áhyggjum sínum og bentu henni á að hundurinn væri ekki leikfang og að hrista hann væri ekki í lagi. Einum notanda varð heitt í hamsi og skrifaði til hennar: „Vinsamlegast hættu að beita hundinn þinn ofbeldi, okey.“

Myndbandið sem nú hefur farið í dreifingu um allt má sjá hér fyrir neðan:

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Ingibjörg: „Ég vill ekki hugsa til þess hvað hefði gerst ef ég hefði beðið í viku í viðbót með að fara upp á geðdeild“

Ingibjörg: „Ég vill ekki hugsa til þess hvað hefði gerst ef ég hefði beðið í viku í viðbót með að fara upp á geðdeild“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Katy Perry og Orlando Bloom trúlofuð

Katy Perry og Orlando Bloom trúlofuð
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Kærastan sendir Rúrik einlæga ástarjátningu: „Takk fyrir að vera maður drauma minna“

Kærastan sendir Rúrik einlæga ástarjátningu: „Takk fyrir að vera maður drauma minna“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Kylie Jenner og Ariana Grande misstu milljónir fylgjenda í gær

Kylie Jenner og Ariana Grande misstu milljónir fylgjenda í gær

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.