fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Bleikt

Anna Soffía: Miklir fordómar ríkja í garð þyngdar íþróttakvenna

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 21. janúar 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Soffía Víkingsdóttir hefur stundað júdó frá unglingsaldri en í þeirri íþrótt er fólki skipt í þyngdarflokka. Segir Anna mikla fordóma vera gagnvart þyngd íþróttakvenna en að hún hafi sjálf aldrei tekið eftir því sama hjá strákunum. Þeir „megi“ vera þungir. Segir hún fordómana oft mjög ómeðvitaða en að stundum séu þeir frekar augljóslega meðvitaðir.

„Inn í þessa fordóma blandast pottþétt fitufordómar en af því ég hef alltaf verið í íþrótt sem er skipt í þyngdarflokka þá tala ég út frá því,“ segir Anna Soffía í einlægum pistli á Facebook.

„Þegar ég var unglingur þá byrjaði ég í -63 en svo eins og gerist þegar ég varð eldri þá þyngdist ég og endaði svo í -70, nema að ég fattaði það aðeins of löngu seinna að ég hefði átt að fara upp í næsta flokk -78. Ég stundaði mjög óheilbrigða leið til þess að létta mig í mörg ár sem hefur skemmt mína hugsun gagnvart þyngd, ég set sjálf mikla þyngdarfordóma á mig þó svo ég viti að ég eigi ekki að gera það (meðan að mér líður vel á sál og líkama). Það að fordæma sjálfan sig kemur ekki upp úr þurru, það er eitthvað sem við tökum upp í samfélaginu okkar eða frá þeim sem eru í kringum okkur.“

Anna Soffía Víkingsdóttir

Skammaðist sín ef hún náði ekki réttri þyngd

Anna Soffía segir að hún hafi sjálf ekki geta talið sér trú um að betra væri fyrir hana að fara upp um þyngdarflokk.

„Eitt skipti þegar ég létti mig fyrir mót þá leið yfir mig, bara í nokkrar sekúndur. Ég skammaðist mín gríðarlega ef ég náði ekki þyngd og þurfti að telja í mig kjark til þess að segja frá. Ég hefði auðveldlega getað þróað með mér átröskunarsjúkdóma, en ég þakka fyrir að hafa ekki gert það. Fyrir utan að átröskunarhugsanir voru komnar inn í hausinn á mér. Man alltaf eftir að hafa verið heima þar sem ég komst loksins í gallabuxur sem voru alltaf of þröngar. Ég þorði samt ekki í þeim út en ég labbaði um í þeim heima.“

Í dag er hún mjög þakklát fyrir að vera sterk kona, með sterka sjálfsmynd og líkamsímynd. Hún ætlar að keppa í fyrsta skiptið í plús flokki í júdó næstu helgi.

„Það var smá erfitt en ég hugsaði „fokk it“ ég ætla að sigra hausinn minn. Ég er alveg jafngóður íþróttamaður þó svo það sé plús merki fyrir framan flokkinn minn!“

Í dag þjálfar Anna Soffía einnig stelpur í júdó og segist hún þakklát því að hafa gengið í gegnum þessa reynslu.

„Ég hvet eindregið stelpurnar mínar að fara upp um flokk ef þær eiga mjög erfitt með að halda sér í flokknum fyrir neðan og ég vill aldrei að þær skammist sín fyrir að segja mér hvað þær eru þungar. Enda veit ég að júdó er bara einn partur af lífi þeirra sem mun ekki endilega vera með þeim þegar þær eru fimmtugar en sjúkdómar eins og átröskun geta því miður gert það. Það er eitt af því fallegasta við júdó. Þú getur verið 48 kíló eða 100 kíló og æft og keppt í Júdó! Fögnum fölbreytileikanum hann er fallegastur!“

Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV.
Netfang: anita@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Sam Smith viðurkennir að hann hafi svelt sig: „Það mun alltaf vera barátta fyrir mig að horfa í spegil“

Sam Smith viðurkennir að hann hafi svelt sig: „Það mun alltaf vera barátta fyrir mig að horfa í spegil“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Sannleikurinn um samband Jennifer Aniston og Brad Pitt

Sannleikurinn um samband Jennifer Aniston og Brad Pitt
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Hugh Jackman gerði bráðfyndna auglýsingu fyrir Ryan Reynolds – Sjáðu myndbandið

Hugh Jackman gerði bráðfyndna auglýsingu fyrir Ryan Reynolds – Sjáðu myndbandið
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Aníta Rún: „Mikilvægt að geta sagt nei við börnin sín og standa við það“

Aníta Rún: „Mikilvægt að geta sagt nei við börnin sín og standa við það“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.