fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Bleikt

Þessar stjörnur eru í háloftaklúbbnum: „Það var maður sem horfði á okkur“

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 20. janúar 2019 14:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Háloftaklúbburinn er hugtak sem eflaust margir þekkja. Færri tilheyra þó þessum klúbbi sem er heiti yfir þá sem hafa stundað kynlíf í flugvél. Stjörnurnar í Hollywood hafa margar viðurkennt að hafa komist í klúbbinn en Men‘s Health tók saman lista yfir nokkrar slíkar en í hópnum eru til dæmis Kim Kardashian, Cara Delevingne, John Travolta og Liam Neeson.


Chrissy Teigen og John Legend


„Við vorum á leiðinni til Taílands til að hitta foreldra mína, flugum á fyrsta farrými. Við vorum bara undir teppi og ekki einu sinni í lokuðu rými. Mér finnst að við ættum að fá verðlaun fyrir það,“ sagði Chrissy í samtali við Cosmopolitan árið 2014. 

 


Miranda Kerr


Þegar ofurfyrirsætan var spurð af GQ-tímaritinu hvort hún hefði komist í klúbbinn sagði hún: „Eiginlega. Orðum það svona, ég hef fengið fullnægingu í flugvél. Ein. Og með öðrum.“

 


Liam Neeson

Leikarinn vinsæli er einn þeirra sem tilheyrir klúbbnum og hefur hann gert það lengi. „Ég komst í klúbbinn fyrir mörgum árum síðan. Ég man að það var í flugvél frá Lufthansa-flugfélaginu.“

 



Cara Delevingne


„Ég hef oft stundað kynlíf í flugvél en það hefur alltaf komist upp. Það er erfitt að láta það ekki komast upp. Ég hef stundað kynlíf í sætinu mínu og það var maður sem horfði á okkur. Við enduðum á að segja flugfreyjunni það, að maðurinn væri alltaf að horfa á okkur,“ sagði leikkonan og fyrirsætan eitt sinn í samtali við Love Magazine.

 



Kim Kardashian

Kim var eitt sinn spurð að því í útsendingu á heimasíðu sinni, þegar hún svaraði spurningum aðdáenda, hvort hún væri í klúbbnum. „Já, en bara í einkaflugvél. Ég er ekki hrifinn af því í almennum flugvélum. Þetta var utanlandsflug, um nótt, þegar enginn var á ferð.“

 



Janet Jackson


Söngkonan Janet Jackson sagði frá því í viðtali við Tyru Banks að hún hefði stundað kynlíf í flugvél. Það var í kjölfar spurningar frá Tyru um hver væri skrýtnasti staðurinn sem hún hefði stundað kynlíf á. Janet sagði að þetta hafi ekki verið í einkaþotu og ekki einu sinni inni á salerni. „Það er það sem gerir þetta verra. Þetta var í sætinu mínu.“

 



John Travolta

John Travolta getur flogið flugvél og hann gerðist meðlimur í klúbbnum fyrir margt löngu með eiginkonu sinni, Kelly Preston. „Þetta var fyrir löngu síðan. Ég lokaði flugstjórnarklefanum og lét annan flugmann taka við…“

 



Zoe Saldana



Leikkonan var eitt sinn spurð að því í viðtali við US Magazine hver skrýtnasti staðurinn væri sem hún hefði stundað kynlíf á. „Skrýtnasti staðurinn? – Ég er í háloftaklúbbnum.“

 



Richard Branson



Auðkýfingurinn Richard Branson hefur marga fjöruna sopið og hann hefur stundað kynlíf í flugvél. „Ég var í almenningsflugi hjá Freddie Laker. Við hliðina á mér sat aðlaðandi kona – við vorum á leið til Los Angeles,“ sagði Branson við GQ. „Við byrjuðum að spjalla og eitt leiddi af öðru. Ég var trúlega 19 ára,“ sagði hann en það var ekki fyrr en eftir að hann slóst í klúbbinn að hann komst að því að konan var gift og eiginmaðurinn beið eftir henni í flugstöðinni. 

 



Ralph Fiennes


Enski leikarinn Ralph Fiennes er trúlega einn þekktasti meðlimur klúbbsins. Hann stundaði eitt sinn kynlíf með flugfreyju, Lisu Robertson að nafni, en það fór ekki betur en svo að Lisa var rekin úr vinnunni. Lisa sagði í viðtali við Mail on Sunday eitt sinn. „Ég veit að sumum finnst þetta ógeðslegt og ég er ekki stolt af því sem ég gerði – þetta var ósæmileg hegðun. En ég sé ekki eftir þessu. Ralph er dásamlegur og straumarnir á milli okkar voru ótrúlegir. Hvaða kona myndi ekki vilja stunda kynlíf með honum?“

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Sam Smith viðurkennir að hann hafi svelt sig: „Það mun alltaf vera barátta fyrir mig að horfa í spegil“

Sam Smith viðurkennir að hann hafi svelt sig: „Það mun alltaf vera barátta fyrir mig að horfa í spegil“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Sannleikurinn um samband Jennifer Aniston og Brad Pitt

Sannleikurinn um samband Jennifer Aniston og Brad Pitt
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Hugh Jackman gerði bráðfyndna auglýsingu fyrir Ryan Reynolds – Sjáðu myndbandið

Hugh Jackman gerði bráðfyndna auglýsingu fyrir Ryan Reynolds – Sjáðu myndbandið
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Aníta Rún: „Mikilvægt að geta sagt nei við börnin sín og standa við það“

Aníta Rún: „Mikilvægt að geta sagt nei við börnin sín og standa við það“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.