fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Bleikt

Grunnskólakennari lagður til hinstu hvílu í kistu með myndum nemenda sinna

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 18. janúar 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grunnskólakennari sem lést þann 19. desember síðastliðinn eftir stutta en erfiða baráttu við krabbamein var lagður til hinstu hvílu á miðvikudag. Var kennslukonan dáð af fyrrverandi nemendum sínum fyrir gott hjartalag og var kista hennar skreytt myndum sem þau teiknuðu handa henni.

Daginn sem Sue East lést, aðeins fimmtíu og átta ára gömul, hafði hún notað til þess að skrifa nemendum sínum bréf þar sem hún útskýrði veikindi sín og þakkaði þeim fyrir gleði og vináttu.

Í bréfið sem Metro birti skrifaði Sue meðal annars: „Aldrei gleyma því að það er hægt að finna álfaryk í hvaða stöðu sem er, sama hversu erfið hún er.“

Um sjö hundruð ungmenni, foreldrar, fyrrum nemendur og starfsmenn skólans mættu í jarðarför Sue í gær og var kistan umlukin teikningum af álfum, fiðrildum, hjörtum, regnbogum og álfaryki.

Skilaboð nemenda til kennara síns voru meðal annars að hún hafi verið: Uppáhalds kennarinn þeirra, skemmtileg, elskuleg, spennandi, glimmeruð, góð, ástrík, hafi kennt nemendum sínum að trúa á sjálfa sig og dreift álfaryki um allt.

Elsti sonur Sue, John, hélt ræðu um mömmu sína og greindi frá því hversu heppinn þau systkinin hafi verið með móður. Hún hafi ekki bara elskað þau systkinin, heldur öll önnur börn líka.

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Sam Smith viðurkennir að hann hafi svelt sig: „Það mun alltaf vera barátta fyrir mig að horfa í spegil“

Sam Smith viðurkennir að hann hafi svelt sig: „Það mun alltaf vera barátta fyrir mig að horfa í spegil“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Sannleikurinn um samband Jennifer Aniston og Brad Pitt

Sannleikurinn um samband Jennifer Aniston og Brad Pitt
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Hugh Jackman gerði bráðfyndna auglýsingu fyrir Ryan Reynolds – Sjáðu myndbandið

Hugh Jackman gerði bráðfyndna auglýsingu fyrir Ryan Reynolds – Sjáðu myndbandið
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Aníta Rún: „Mikilvægt að geta sagt nei við börnin sín og standa við það“

Aníta Rún: „Mikilvægt að geta sagt nei við börnin sín og standa við það“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.