fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Bleikt

Fæddist með snúna fætur og lítur út eins og könguló

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 17. janúar 2019 11:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Villiköttur sem sjálfboðaliðum tókst að handfanga eignaðist kettlinga fljótlega eftir að henni var komið fyrir í öruggt skjól. Skömmu eftir fæðingu var læðan, ásamt kettlingum sínum sett í fóstur svo hún gæti alið kettlingana sína upp í rólegu umhverfi.

Konan sem tók kettina að sér heitir Tracy Pitisci og færði hún þá á heimili sitt aðeins nokkrum klukkustundum eftir að þeir fæddust. Þegar kettlingarnir stækkuðu tók Tracy eftir því að einn kettlingurinn sem hún nefndi Aries var ólíkur hinum. Báðir afturfætur Aries voru snúnir sem gerði það að verkum að hann leit út eins og könguló.

Sagði Tracy í viðtali við The dodo að fætur Aries hefðu legið alveg upp að maga hans og að greinilega mátti sjá að liðirnir beindu ekki í rétta átt. Tracy tók ákvörðun um að taka Aries að sér í varanlegt fóstur og segir hún að þrátt fyrir galla sinn stöðvi það hann ekki.

Samkvæmt Tracy lifir Aries hamingjusamlegu lífi. Hann á í nokkrum erfiðleikum með það að komast upp úr leikgrindinni sinni, hann getur ekki hoppað og hann vill frekar hlaupa um á rassinum heldur en að ganga. Það stöðvar hann þó ekki frá því að leika sér, klifra yfir hindranir og að kanna heiminn. Aries upplifir engan sársauka og það eina sem er að hjá Aries er að hann lítur öðruvísi út heldur en aðrir kettir.

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Sam Smith viðurkennir að hann hafi svelt sig: „Það mun alltaf vera barátta fyrir mig að horfa í spegil“

Sam Smith viðurkennir að hann hafi svelt sig: „Það mun alltaf vera barátta fyrir mig að horfa í spegil“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Sannleikurinn um samband Jennifer Aniston og Brad Pitt

Sannleikurinn um samband Jennifer Aniston og Brad Pitt
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Hugh Jackman gerði bráðfyndna auglýsingu fyrir Ryan Reynolds – Sjáðu myndbandið

Hugh Jackman gerði bráðfyndna auglýsingu fyrir Ryan Reynolds – Sjáðu myndbandið
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Aníta Rún: „Mikilvægt að geta sagt nei við börnin sín og standa við það“

Aníta Rún: „Mikilvægt að geta sagt nei við börnin sín og standa við það“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.