fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Bleikt

Ingibjörg þjáist af fíkn og geðsjúkdómi: „Heilinn á mér er eins og svarthol“

Aníta Estíva Harðardóttir
Miðvikudaginn 16. janúar 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er hinn fullkomni fíkill og neytandi árið 2019. Ég hugsa ekki um annað, þetta er það fyrsta sem ég hugsa um á morgnana og það síðasta sem ég hugsa um á kvöldin, stöðugt yfir daginn nagar þetta mig og kallar á mig. Stöðugt.“

Á þessum orðum hefur Ingibjörg Eyfjörð færslu sína á síðunni Öskubuska.is þar sem hún opnar sig um þá staðreynd að hún sé fíkill.

„Nú hugsa líklega flestir að ég sé að tala um eiturlyf, eða áfengi. En nei, árið 2019 og ég er fíkill tækninnar. Ég sé símann blikka, hvað er að gerast á Instagram? En facebook? Hvað er nýjast, flottast og mest spennandi? Er það nýtt þrif efni eða var að koma út nýr skrautmunur frá Ittala? Er rifrildi einhvers staðar um læk eða glansmynd? Eitthvað? Ég er háð því að vita allt en veit þar af leiðandi lítið af því sem skiptir raunverulega máli.“

Hefur sofið með símann í hendinni

Segir Ingibjörg marga líklega halda að hún lifi ekki eðlilegu lífi sem hún viðurkennir að hún geri ekki á ákveðinn hátt.

„Ég hugsa vel um heimilið mitt og börnin, ég passa að þau séu alltaf hrein, neglurnar klipptar og hafi allt sem þau þurfa. Ég leik við þau og gef þeim að borða og elska þau meira en lífið sjálft. Ég er í hinu fullkomna hjónabandi – grínlaust, og ég er svo ótrúlega heppin með alla í lífinu mínu. En síminn minn er alltaf í augnsýn eða hendi, forvitnin og fíknin eru alltaf til staðar aftast í huga mínum, ég sver ég myndi sofa með símann í hendinni ef ég gæti – og ég hef gert það.“

Ásamt því að vera fíkill tækninnar þjáist Ingibjörg einnig af geðsjúkdóm og ýtir fíknin undir hann og gerir hann verri.

„Heilinn á mér verður eins og svarthol. Svarthol sem fíknin fyllir heilann í mér af ranghugmyndum. Ég er stöðugt að bera sjálfa mig saman við aðra og ekki nógu þakklát fyrir allt það góða í lífinu mínu. Dóttir mín er ekki í ballett með fullkomið hár, hún vill helst bara hlaupa um nakin og fikta í málningu með hár eins og krummahreiður, húsið mitt er ekki spotless því ég hreinlega nennti ekki að setja í uppþvottavél eftir kvöldmatinn, sonur okkar er ofvirkur og Tryggvi tekur ekki nógu mikið af krúttlegum tækifæris myndum af mér með krökkunum eins og allir pabbarnir á instagram.“

Kynslóðin sem ólst upp við stöðugt áreiti og uppfærslur af lífum annarra

Ásamt því að vita fyrir víst að margir séu í sömu stöðu og hún segir hún þessa hugsun brenglaða og ranga. Þó setur hún ekki út á það fólk sem lifir „instagram“ lífi og segist hún bera ómælda virðingu fyrir þeim.

Segir Ingibjörg eldri kynslóðinni líklega finnast þetta vera algjört bull, að ungdómurinn í dag sé orðinn brenglaður, latur og geðbilaður.

„En það sem þau fatta ekki er að við ólumst upp við hraða þróun tækninnar þegar heilinn okkar var sem mótanlegastur – þegar ég var yngri tengdumst við netinu með snúru og hlustuðum á dial up tóninn í þau skipti sem við vorum ekki úti að leika okkur eða horfa á Lion King á VHS. Betra.net var aðalmálið og Limewire fyllti tölvur foreldra okkar af vírusum við að niðurhala einu My Chemical Romance lagi (sem endaði svo á því að vera eitthvað klám eða eitthvað svipað). Við ólumst upp við þessa hröðu þróun, takkasímar yfir í snjallsíma, tölvur yfir í fartölvur með þráðlausu neti og stöðugt áreiti, stöðugar uppfærslur af lífum annara, vina og kunningja – allt fræga fólkið, guð allt fræga ríka fólkið.“

Segist Ingibjörg vera kominn með nóg og að hún verði að stoppa sig af. Þessi lífsstíll sé farinn að hafa of mikil áhrif á líf hennar og líðan.

„Eins og þeir sem fylgja mér á samfélagsmiðlum vita hef ég verið mjög opin með það að ég þjáist af geðsjúkdóm. Og út af þessum geðsjúkdóm hugsa ég kannski ekki rökrétt og tilfinningar mínar eru ekki alltaf rökréttar. Og þess vegna er ég stundum útum allt, lýsi líðan minni á mismunandi hátt í hvert skipti. Það er erfitt að geta ekki greint á milli hvað er satt og rétt og hvað er geðsjúkdómurinn að rugla í heilanum á mér. Það er líka mjög erfitt að geta ekki treyst sjálfri mér. Og fyrir mér er bati það að geta sagt satt og rétt frá líðaninni minni. Ég er sannfærð um það að samfélagsmiðlar eiga stóran þátt í þessu og séu hamlandi fyrir minn bata.“

Andleg heilsa skiptir meira máli en áhrifavaldar

Ákvað Ingibjörg því að gera tilraun þar sem hún ætlar að slökkva á öllum truflunum í 22 klukkustundir á dag. Þær einu tvær stundir sem hún hefur opna fyrir tækni ætlar hún að nota til þess að tala við eiginmann sinn sem er á sjó.

„Án hans myndi ég endanlega missa vitið. Þessar truflanir innihalda meðal annars samfélagsmiðla, sjónvarp og önnur snjalltæki sem gætu mögulega hamlað mínum bata.“

Myndin verk Öldu Lilju/Instagram: aldalilja

Ætlar Ingibjörg að halda úti dagbók til þess að fylgjast með þróun líðan hennar í gegnum ferlið og að mánuði liðnum ætlar hún að gera samanburð og deila honum.

„Ég vill ekki að þetta snúist um að neyða mig til að gera hluti, heldur frekar finna viljann til að gera ekki hluti ég veit að munu skaða mig og mína hugsun. Ég vill rækta mig sem manneskju, móður, dóttir og maka. Ég vill fara í ræktina og vinna í húsinu okkar. Það er svo margt sem mig hefur langað til að gera en ég hef frekar lokað mig inni og gert ekkert. Ég myndi aldrei ráðleggja vinum mínum að hugsa svona um sig, svo af hverju ætti ég að hugsa svona um mig? Það er vinkill sem mér finnst mjög oft gleymast. Okkar andlega heilsa skiptir svo miklu meira máli en að vita hvað einhver áhrifavaldur er að gera eða auglýsa.“

Segist Ingibjörg vera ótrúlega spennt en á sama tíma stressuð þar sem hún sé að klippa út stóran part af lífi sínu.

„Ég er hand viss um að engagementið mitt á Instagram á eftir að lækka – en það er allt í lagi, það á ekki að vera svona stór partur af lífinu mínu – engagement á Instagram. Þetta verður vonandi allt þess virði,“ segir Ingibjörg í lokin og hefur hún nú hafið tilraun sína.

Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV.
Netfang: anita@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Sam Smith viðurkennir að hann hafi svelt sig: „Það mun alltaf vera barátta fyrir mig að horfa í spegil“

Sam Smith viðurkennir að hann hafi svelt sig: „Það mun alltaf vera barátta fyrir mig að horfa í spegil“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Sannleikurinn um samband Jennifer Aniston og Brad Pitt

Sannleikurinn um samband Jennifer Aniston og Brad Pitt
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Hugh Jackman gerði bráðfyndna auglýsingu fyrir Ryan Reynolds – Sjáðu myndbandið

Hugh Jackman gerði bráðfyndna auglýsingu fyrir Ryan Reynolds – Sjáðu myndbandið
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Aníta Rún: „Mikilvægt að geta sagt nei við börnin sín og standa við það“

Aníta Rún: „Mikilvægt að geta sagt nei við börnin sín og standa við það“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.