fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Bleikt

Eva Björk: „Langt í frá að vera eðlilegt að maður geti ekki sinnt sínu eigin barni”

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 16. janúar 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eva Björk Sveinsdóttir, verkefnastjóri hjá KPMG, er einn viðmælenda í nýjasta tölublaði Mosfellingsins. Eva Björk á tvo syni með fyrrverandi eiginmanni sínum og á þess að auki fjögur stjúpbörn.  Hún segir það flókið að sameina tvær fjölskyldur, en verst sé þó að þrátt fyrir sameiginlega forsjá og jafna ábyrgð á börnum þá sé það foreldri sem lögheimili barns er skráð hjá mun rétthærra hinu. 

„Við búum í þjóðfélagi þar sem blandaðar fjölskyldur eru orðnar normið. Þegar ég og barnsfaðir minn skildum ákváðum við eftir ráðleggingu frá fulltrúa sýslumanns að hafa sameiginlega forsjá yfir sonum okkar. Við skiptum þessu þannig að annar var með lögheimili hjá mér og hinn hjá pabba sínum enda áttum við þessa stráka saman og ætluðum að halda áfram að ala þá upp til jafns, annað kom aldrei til greina.”

Eva og barnsfaðir hennar gerðu ráð fyrir að taka jafna ábyrgð á uppeldi barnanna eftir samvistaslitin en raunin reyndist þó önnur. „Reyndin er sú að sameiginleg forsjá hefur mjög lítið gildi fyrir það foreldri sem ekki er með barnið skráð með lögheimili hjá sér. Lögheimilisforeldrið er skráð í opinberar skráningar. Hitt foreldrið er einfaldlega ekkert tengt barninu hjá hinu opinbera og kallað umgengnisforeldri.“

Evu finnst langt frá því að vera eðlilegt að geta ekki sinnt sínu eigin barni og gert hluti á borð við að stofna bankareikning, skrá barn í tómstundir, unglingavinnu eða mötuneytisáskrift í skóla.

„Ég get ekki skoðað sjúkrasögu hans á netinu því ég hef ekki aðgang, eingöngu annars sonur minn er skráður á skattaframtalið mitt og tryggingafélögin neita að tryggja þau börn sem búa á heimilinu hjá okkur aðra hverja viku, bara af því þau eru ekki skráð með lögheimili.”

Til að bæta gráu ofan á svart barst á heimili Evu bréf frá Sjúkratryggingum Íslands sem varðaði málefni sonar hennar. „Var það stílað á stjúpföður hans en ekki mig, móðurina. Þegar ég leitaði upplýsinga hverju þetta sætti var mér tjáð að þetta væri regla að senda bréf á elstu kennitölu heimilisins.”

„Mér finnst það sorgleg staðreynd að sonur minn sem ég gekk með og kom í heiminn, hef fætt og klætt og alið upp til jafns við föður hans sé hvergi skráður sonur minn af því lögin eru gölluð og kerfið úrelt.“

„Málefni fráskilda foreldra og skilnaðarbarna eru flókin. Það er löngu orðið tímabært að byggja upp kerfi þar sem báðir foreldrar eru skráðir forsjáraðilar og geta sinnt þörfum barna sinna jafnt. Þessu þarf að breyta hið fyrsta.” 

Erla Dóra Magnúsdóttir
erladora@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Sam Smith viðurkennir að hann hafi svelt sig: „Það mun alltaf vera barátta fyrir mig að horfa í spegil“

Sam Smith viðurkennir að hann hafi svelt sig: „Það mun alltaf vera barátta fyrir mig að horfa í spegil“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Sannleikurinn um samband Jennifer Aniston og Brad Pitt

Sannleikurinn um samband Jennifer Aniston og Brad Pitt
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Hugh Jackman gerði bráðfyndna auglýsingu fyrir Ryan Reynolds – Sjáðu myndbandið

Hugh Jackman gerði bráðfyndna auglýsingu fyrir Ryan Reynolds – Sjáðu myndbandið
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Aníta Rún: „Mikilvægt að geta sagt nei við börnin sín og standa við það“

Aníta Rún: „Mikilvægt að geta sagt nei við börnin sín og standa við það“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.