fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Bleikt

Voffi biður íslenska foreldra um hjálp

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 15. janúar 2019 14:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtök Atvinnulífsins hafa lýst yfir stuðningi sínum við verkefnið VOFFI, sem er viðamikil rannsókn á vegum Barnaspítala Hringsins á veikindum ungra barna og fjarvistum foreldra frá vinnu vegna veikindanna. 

VOFFI stendur fyrir : Veikindi og fjarvistir fjölskyldna á Íslandi. Um er ræða viðamikila rannsókn á vegum Barnaspítala Hringsins á veikindum ungra barna og fjarvistum foreldra frá vinnu vegna veikindanna. Ætlað er að nokkur ár muni taka að ljúka rannsókninni. Í forsvari fyrir verkefnið eru læknarnir Ásgeir Haraldsson og Valtýr Stefánsson Thors.

Markmið rannsóknarinnar er að meta hver helstu veikindin eru sem herja á ung börn, hversu oft þau veikjast og hversu mörgum vinnu- eða námsdögum foreldrar tapi vegna veikinda barna.

„Við höfum fundið fyrir það að beggja vegna borðsins á vinnumarkaði er jákvæður áhugi á rannsókninni og það er ánægjulegt að heyra af vilja til þess að fá sem gleggsta mynd af þessum þætti,“ sagði Ásgeir í samtali við Morgunblaðið.

Verkefnið fór af stað fyrir ríflega ári síðan og þátttakendur að nálgast þriðja þúsund. Börn veikjast gjarnan af umgangspestum á bilinu 6-8 sinnum á ári en veikindunum getur fylgt mikið álag á fjölskyldur. Rannsóknin er því mikilvægt til að hægt sé að gera sér grein fyrir eðli umfangi þessa álags.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdarstjóri Samtaka Atvinnulífsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að verkefnið væri brýnt samfélagsverkefni. „Ísland stendur öðrum norrænum löndum langt að baki þegar kemur að því að halda tölfræði yfir veikindi og fjarvistir frá vinnumarkaði.“ Halldór segir að þegar niðurstaða rannsóknarinnar liggi fyrir sé svo aftur hægt að kanna hvað megi gera betur.

Eins og áður segir mun rannsóknin standa yfir í einhvern ár.

Nýbakaðir foreldrar eru hvattir til að taka þátt í rannsókninni. Hægt er að skrá sig hvenær sem er eftir fæðingu barnsins. Allir foreldrar sem eiga börn sem fæddust, eða fæðast, eftir 1. janúar 2018, geta verið með. 

Þátttakan felur í sér að foreldrar svari stuttum spurningalistum fjórum sinnum á ári um veikindi barns.  Öll svör eru ópersónugreinanleg og rannsóknin hefur verið samþykkt af Vísindasiðanefnd sem og Persónuvernd.

 

Hægt er að óska eftir skráningu í VOFFA á Facebook og með tölvupósti á voffi@landspitali.is.

Erla Dóra Magnúsdóttir
erladora@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Sam Smith viðurkennir að hann hafi svelt sig: „Það mun alltaf vera barátta fyrir mig að horfa í spegil“

Sam Smith viðurkennir að hann hafi svelt sig: „Það mun alltaf vera barátta fyrir mig að horfa í spegil“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Sannleikurinn um samband Jennifer Aniston og Brad Pitt

Sannleikurinn um samband Jennifer Aniston og Brad Pitt
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Hugh Jackman gerði bráðfyndna auglýsingu fyrir Ryan Reynolds – Sjáðu myndbandið

Hugh Jackman gerði bráðfyndna auglýsingu fyrir Ryan Reynolds – Sjáðu myndbandið
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Aníta Rún: „Mikilvægt að geta sagt nei við börnin sín og standa við það“

Aníta Rún: „Mikilvægt að geta sagt nei við börnin sín og standa við það“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.