fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Bleikt

Svona heldur Camilla sér í toppformi: Hún tileinkaði sér þessi sjö ráð og þau gerðu gæfumuninn

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 15. janúar 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú þegar nýtt ár er gengið í garð fara margir að huga að heilsunni. Camilla Akerberg er fyrirsæta og einkaþjálfari sem nýtur mikilla vinsælda á Instagram. Nú hefur hún gefið fylgjendum sínum góð ráð sem vilja komast í eða halda sér í sínu besta formi.

Um er að ræða sjö ráð og segir Camilla að býsna magnaðir hlutir geti gerst árið 2019 ef þú heldur þig við þessi ráð. Þá gefur hún fylgjendum sínum dæmi um mataræði sitt á dæmigerðum degi.

1. Skipuleggðu æfingarnar þínar fram í tímann

„Þegar þú labbar inn í líkamsræktarsalinn er mikilvægt að vita hvað þú ert að fara gera,“ segir Camilla. Hún ráðleggur fólki að skrifa æfingarnar niður, til dæmis viku fram í tímann, og merkja við þær æfingar sem eru búnar. 

2. Taktu þér pásu

Að sama skapi og það er mikilvægt að skipuleggja æfingarnar er ekki síður mikilvægt að skipuleggja hvíldardagana fram í tímann. „Þetta getur hjálpað manni við hvatninguna,“ segir hún. Ef þú hefur staðið þig vel í ræktinni getur verið gott að hugsa til komandi hvíldardags eða hvíldardaga. Hvíldardagarnir hjálpa okkur líka við endurheimt og eru ekki síður mikilvægir en sjálfir æfingadagarnir.

3. Settu þér raunhæf markmið

Að setja sér markmið er gott en að setja sér of háleit markmið getur endað með vonbrigðum. „Æfingaáætlunin á að endurspegla raunverulega getu þína,“ segir hún. Sniðugt getur verið að setja sér lítil markmið í einu sem eru svo endurskoðuð þegar viðkomandi markmið næst.

4. Eyddu minni tíma í símanum eða öðrum óþarfa

Sjaldan er góð vísa of oft kveðin en staðreyndin er sú að það er auðvelt að láta símann trufla sig – og flest erum við of mikið í símanum. Camilla segir að mikilvægt sé að koma auga á það sem veldur því að við frestum því að fara á æfingar eða sleppum þeim. „Eyddu minni tíma í símanum eða við það sem tekur mikilvægan tíma frá þér. “

5. Þú berð ábyrgð á þér

Þetta er kannski ekki vinsælasta ráðið en Camilla segir að það geti gagnast fólki að segja frá markmiðum sínum opinberlega. „Ég ætla að léttast um 10 kíló fyrir vorið,“ er eitt dæmi um þetta. Camilla segir fólki að segja frá markmiðum sínum og hvernig gengur, til dæmis á samfélagsmiðlum eða í samtölum við vini og vandamenn. Þannig færðu hvatningu til að standa þig enn betur.

6. Gerðu hlutina áhugaverða

Það er þreytandi að festast alltaf í sömu rútínunni og framkvæma sömu æfingarnar. Fyrir utan það getum við staðnað, ef markmiðið er að léttast eða byggja upp vöðvamassa. Fjölbreytni getur hvatt okkur áfram og hjálpað okkur mikið.

7. Farðu varlega í kringum fæðubótarefni og „orkudrykki“

Camilla hvetur fólk til að fara varlega í kringum fæðubótarefni og koffínríka orkudrykki. „Aðeins þú veist hvar þú átt að draga línurnar í þeim efnum.“ Einn kaffibolli að morgni getur gert sumum gott eitt en öðrum ekki.“

Dæmigerður dagur hjá Camillu: 

Fyrsti morgunverður: Vatnsglas með skvettu af eplaediki og ferskum sítrónusafa.

Annar morgunverður: Piccolo-kaffibolli sem inniheldur ekkert koffín. Smá möndlumjólk út í. Tvö harðsoðin egg, reyktur lax, salatblöð, avókadó og smá feta-ostur.

Hádegismatur: Túnfiskur með brúnum hrísgrjónum eða kínóapesto og spergilkáli.

Millimál: Heimagerð hummus-ídýfa og gulrætur.

Seinna millimál: Carob-súkkulaðibiti og bláber.

Kvöldmatur: Grillaður risaborri með graskeri, aspas, blómkáli og sveppum. Salat með valhnetum og perum.

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Sam Smith viðurkennir að hann hafi svelt sig: „Það mun alltaf vera barátta fyrir mig að horfa í spegil“

Sam Smith viðurkennir að hann hafi svelt sig: „Það mun alltaf vera barátta fyrir mig að horfa í spegil“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Sannleikurinn um samband Jennifer Aniston og Brad Pitt

Sannleikurinn um samband Jennifer Aniston og Brad Pitt
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Hugh Jackman gerði bráðfyndna auglýsingu fyrir Ryan Reynolds – Sjáðu myndbandið

Hugh Jackman gerði bráðfyndna auglýsingu fyrir Ryan Reynolds – Sjáðu myndbandið
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Aníta Rún: „Mikilvægt að geta sagt nei við börnin sín og standa við það“

Aníta Rún: „Mikilvægt að geta sagt nei við börnin sín og standa við það“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.