fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024

Reiði eftir að Gillette bendi spjótum sínum að eitraðri karlmennsku

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 15. janúar 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil reiði gaus upp i kjölfarið á birtingu nýrrar auglýsingar frá rakvélarisanum Gillette. Auglýsingin beinir spjótum sínum að eitraðri karlmennsku og mærir #MeToo-byltinguna.

Auglýsingin er mjög kraftmikil og hvetur karlmenn til að breyta samfélagsviðmiðum og stöðva misrétti gegn konum. Sýndar eru myndir af karlmönnum hrútskýra, slást í æsku og kynferðislega áreitni. „Við getum ekki falið okkur fyrir þessu. Þetta er búið að standa yfir allt of lengi,“ segir í auglýsingunni. „Við getum ekki hlegið þetta í burtu og komið með sömu gömlu afsakanirnar. Það er loksins eitthvað búið að breytast og það verður ekki aftur snúið.“

Það eru ekki allir par sáttir við þessi skilaboð og er Gillette sakað um að ráðast á eigin viðskiptavini. Segir þáttastjórnandinn Piers Morgan: „Það er Gillette er að segja núna er, allt sem við erum búin að vera að segja við ykkur síðustu 30 árin er illska. Nú eru þið illmenni og eitraðir af karlmennsku. Það er ekkert að karlmennsku, þið viljið að við séum að biðjast afsökunar á því. Nei.“

Fleiri íhaldssamir eru á sömu skoðun. Segir kanadíski fjölmiðlamaðurinn Ezra Levant: „Rakvélaauglýsing skrifuð af bleikhærðum femínistum er jafn áhrifarík og túrtappaauglýsing skrifuð af miðkarla köllum.“

Það eru þó alls ekki allir á þessari línu. Margir hrósa fyrirtækinu fyrir að vera komið inn í 21.öldina og telja þetta geta höfðað til ungs fólks. Aðrir setja þetta í samhengi við auglýsingar Nike þar sem íþróttamaðurinn Colin Kaepernick kom við sögu, en hann er umdeildur fyrir að mótmæla rasisma í Bandaríkjunum með því að standa ekki þegar þjóðsöngurinn var spilaður. Sögðu margir að Nike væri að eyðileggja fyrir sér en salan jókst um 31%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sjáðu Pochettino lesa yfir blaðamönnum í gær – Þeir svöruðu honum fullum hálsi

Sjáðu Pochettino lesa yfir blaðamönnum í gær – Þeir svöruðu honum fullum hálsi
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Jóhann Scott flúði með fjölskylduna til Edmonton – Sakaður um að dreifa myndefni sem sýndi mæður misnota syni sína

Jóhann Scott flúði með fjölskylduna til Edmonton – Sakaður um að dreifa myndefni sem sýndi mæður misnota syni sína
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Miðað við tölfræði á United að vera í fallbaráttu – Svona væri staðan ef miðað er við tölfræðina

Miðað við tölfræði á United að vera í fallbaráttu – Svona væri staðan ef miðað er við tölfræðina
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Saxenda bætti lífsgleði, lífgæði, liðleika og úthald en SÍ neituðu að halda áfram að niðurgreiða

Saxenda bætti lífsgleði, lífgæði, liðleika og úthald en SÍ neituðu að halda áfram að niðurgreiða
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Fulltrúadeildin greiðir loksins atkvæði um hjálparpakka til Úkraínu

Fulltrúadeildin greiðir loksins atkvæði um hjálparpakka til Úkraínu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Segir frá fundinum með Klopp sem var boðaður á óvenjulegum tíma

Segir frá fundinum með Klopp sem var boðaður á óvenjulegum tíma

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.