fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Agnes gagnrýnir slæma notkun öryggisbúnaðar: „Þetta vekur upp hjá mér reiði í garð foreldra“

Vynir.is
Þriðjudaginn 15. janúar 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Suðurnesjum var á þriðjudaginn síðasta með eftirlit við leikskóla í Reykjanesbæ þar sem þeir stöðvuðu 25-30 ökumenn til að athuga með öryggi farþega í bílum. Þar reyndust allt of mörg börn vera ekki í bílbeltum eða viðurkenndum öryggisbúnaði.

Lögreglan hélt áfram sama eftirliti á miðvikudeginum, á tveimur öðrum leikskólum í Reykjanesbæ og stöðvuðu 75 ökumenn. Af þessum 75 ökutækjum voru 7 ekki með börn annað hvort í belti eða öðrum viðurkenndum öryggisbúnaði. Það er 9,33% sem er 9,33% of mikið.

Á fimmtudeginum fór lögreglan á tvo aðra leikskóla í Reykjanesbæ. Á öðrum leikskólanum reyndust foreldrar vera með öryggismálin í topp standi. En á hinum leikskólanum var staðan alls ekki góð.

Þessi færsla er birt á „Lögreglustjórinn á Suðurnesjum“ á Samfélagsmiðlinum Facebook.

Nú bara spyr ég er ekki örugglega komið árið 2019?

Ég er í sjokki yfir þessum niðurstöðum vægast sagt. Þetta vekur upp hjá mér bæði reiði og sorg. Reiði í garð foreldra að hugsa ekki um börnin sín betur en þetta. Í dag árið 2019 eiga foreldrar að vita betur. Börnin okkar eru það dýrmætasta sem við eigum í þessu lífi. Að vanmeta það á þennan hátt er gjörsamlega óskiljanlegt í mínum huga. Það ER óafsakanlegt að vera ekki með börn í bílbeltum eða viðurkenndum öryggisbúnaði við hæfi aldur, hæð og þyngd barns.

Sorg því ég hugsa um börnin. Varnarlausu börnin sem vita ekki betur. Við sem foreldrar eigum að sýna  ábyrgð. Við eigum þessi varnarlausu börn.

Þetta er óafsakanlegt

Það er ekki til nein afsökun sem er gild við því að setja börnin ekki í viðeigandi öryggisbúnað. Það er bara bannað. Alveg eins og það er bannað að keyra fullur eða of hratt sem dæmi.

„Já æji ég hafði ekki tíma“.

Ok hafðiru ekki 30-60 sek í að tryggja öryggi barns þíns? Ég tók tímann í dag þegar ég festi stelpuna mína í bílstólinn hennar. Frá því að við opnuðum bílhurðina og vorum búnar að hjálpast að við að tryggja öryggi hennar (í bílstól með 5 punkta belti) liðu ca 30 sek. þó það væru 5-10 mínútur. Það er ekkert sem getur verið mikilvægara en öryggi barna þinna. Nei ekki heldur afsökunin að vera að verða of seinn í vinnuna, bara stórt NEI.

„En ég á ekki pening fyrir bílstól“

Ok, ekki þá keyra um með barnið þitt í bílnum þá. Labbaðu það kostar ekki neitt. Oftast eru leikskólar barna í hverfinu og ekki langt að rölta. Líf barna er ekki keypt aftur.

Við sem foreldrar eigum að sýna ábyrgð

Það er okkar hlutverk. Alveg eins og það er okkar hlutverk að sinna því að börnin okkar séu fædd og klædd sem dæmi. Ég ætla að vona að þetta eftirlit hjá lögreglu Suðurnesja (sem þeir eiga mikið hrós skilið fyrir) verði uppvakning. Fyrir þá foreldra sem voru ekki með hlutina á hreinu. Sektin er 30 þúsund. Það er hægt að kaupa viðurkenndan öryggisbúnað fyrir hvaða aldur barns sem er, fyrir 30 þúsund. Foreldrar vaknaði.

Ég veit allavega eitt og það er að Amilía Máney dóttir mín er mér mikið meira virði, en allir peningar og tími í allri veröldinni. Ég mun alltaf, hugsa um að tryggja öryggi hennar þegar við setjumst upp í bíl og vona af öllu hjarta að allir aðrir foreldrar geri það sama.

Amilía Máney, dóttir mín.

Stöndum saman. Bendum foreldrum á það ef við sjáum að öryggisbúnaður er ekki í lagi. Verum vakandi. Börn okkar eru ekki ódauðleg.

Færslan er skrifuð af Agnesi og birtist upphaflega á Vynir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Vonar að United tapi 5-0 eftir hegðun eins leikmanns – ,,Hann ætti að skammast sín“

Vonar að United tapi 5-0 eftir hegðun eins leikmanns – ,,Hann ætti að skammast sín“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður
433
Fyrir 18 klukkutímum

Mjólkurbikar karla: Valur burstaði FH – KR lenti undir en vann stóran sigur á Ásvöllum

Mjólkurbikar karla: Valur burstaði FH – KR lenti undir en vann stóran sigur á Ásvöllum
433
Fyrir 18 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin: Liverpool fór langt með að stimpla sig út úr titilbaráttunni – United þurfti að hafa fyrir sigrinum

Enska úrvalsdeildin: Liverpool fór langt með að stimpla sig út úr titilbaráttunni – United þurfti að hafa fyrir sigrinum