fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Bleikt

Óvæntar uppákomur á Critics Choice Awards í nótt

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 14. janúar 2019 09:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nótt fóru fram Critics Choice Awards í Hollywood og var ýmislegt sem kom á óvart. Eitt af því sem gerðist og ekki var búist við var að í tveimur flokkum voru tveir sigurvegarar.

Söng- og leikkonan Lady Gaga fékk fyrstu verðlaun kvöldsins fyrir lag sitt „Shallow“ úr myndinni A star is Born en síðar um kvöldið sigraði hún einnig flokkinn besta leikkonan fyrir hlutverk sitt í samnefndri bíómynd. En Lady Gaga var ekki sú eina sem sigraði þann flokk, heldur sat leikkonan Glenn Close einnig í fyrsta sæti fyrir hlutverk sitt í bíómyndinni „The Wife“.

Þrátt fyrir að ræða Glenn hafi verið hjartnæm eins og venjulega þá var það ræða Lady Gaga sem snerti hjörtu áhorfenda hvað mest.

„Ég fór á staði í huga mínu og hjarta sem ég vissi ekki að væru til eða að ég gæti farið á. Þakka ykkur kærlega fyrir BFCA, þetta er mikill heiður. Mér finnst ég viðurkennd, ekki aðeins vegna frammistöðu minnar heldur einnig fyrir þá miklu innri vinnu sem fór í það að skapa þennan karakter,“ sagði Gaga meðal annars í ræðu sinni, Popsugar greindi frá. Gaga hélt svo áfram með hjartnæma ræðu sína og deildi ást sinni á leikstjóra myndarinnar Bradley Cooper sem einnig fór með aðalhlutverk í myndinni.

„Bradley, þú ert töfrandi kvikmyndagerðarmaður. Þú ert líka töfrandi manneskja. Ég hef aldrei upplifað það sama með neinum öðrum leikstjóra eða leikara eins og það sem ég upplifði með þér. Ég mun búa að því að eilífu. Þú varst saumlaust bæði ást lífs míns og maðurinn á bak við myndavélina.“

Það voru svo leikkonurnar Amy Adams og Patricia Arquette sem fóru báðar með sigur í flokknum besta leikkonan fyrir bíómynd eða takmarkaða sjónvarpsseríu sem aðeins er sýnd í sjónvarpi.

Stóru verðlaun kvöldsins fóru svo til Netflix dramans „Roma“ fyrir bestu myndina.

Aðrir sigurvegara kvöldsins voru meðal annars:

Besti leikarinn: Christial Bale fyrir myndina Vice

Besti leikstjórinn: Alfonso Cuarón fyrir myndina Roma

Besta hasarmyndin: 

Mission Impossible — Fallout

Bestu gaman þættirnir:

Crazy Rich Asians

Fyrir enn frekari sigurvegara er hægt að skoða síðu CNN. 

 

Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV.
Netfang: anita@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Sam Smith viðurkennir að hann hafi svelt sig: „Það mun alltaf vera barátta fyrir mig að horfa í spegil“

Sam Smith viðurkennir að hann hafi svelt sig: „Það mun alltaf vera barátta fyrir mig að horfa í spegil“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Sannleikurinn um samband Jennifer Aniston og Brad Pitt

Sannleikurinn um samband Jennifer Aniston og Brad Pitt
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Hugh Jackman gerði bráðfyndna auglýsingu fyrir Ryan Reynolds – Sjáðu myndbandið

Hugh Jackman gerði bráðfyndna auglýsingu fyrir Ryan Reynolds – Sjáðu myndbandið
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Aníta Rún: „Mikilvægt að geta sagt nei við börnin sín og standa við það“

Aníta Rún: „Mikilvægt að geta sagt nei við börnin sín og standa við það“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.