fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Bleikt

Heiðrún: „Það er ekkert til sem heitir fæðingarþunglyndi hjá körlum“

Mæður.com
Mánudaginn 14. janúar 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef lesið mér mikið til um fæðingarþunglyndi og einnig hef ég skrifað mína eigin reynslu af þunglyndi. Allstaðar kemur fram að fæðingarþunglyndi sé þunglyndi sem móðir eða kona fær í kjölfari komu nýs barns í heiminn. En hvað um föðurinn? Á síðunni Mæður veltir Heiðrún Gréta fæðingarþunglyndi feðra fyrir sér.

Á of fáum stöðum kemur það fram að feðurnir eru einnig í hættu á að fá fæðingarþunglyndi.

Af hverju fær maður fæðingarþunglyndi? Það geta verið margar ástæður, algengastar eru:

 • Hormónaójafnvægi: Þegar líkaminn fæðir barn þá lækkar hormónamagnið í líkamanum sem áður hafði hækkað á meðgöngu.
 • Minni tenging við  maka.
 • Að finnast maður ómerkilegur, eða geta veitt minni aðstoð.
 • Saga um þunglyndi og aukin streita, geta valdið fæðingarþunglyndi. Báðir foreldrar eru í hættu á því að fá fæðingarþunglyndi. 

Í öllum skoðunum með nýtt barn er móðirin ávallt spurð hvernig hún hafi það. A fhverju er faðirinn ekki spurður jafn oft? Er hann spurður yfir höfuð? Af hverju er talið að feður séu í minni hættu við að fá fæðingarþunglyndi?

Ég veit um dæmi þar sem maður fór til læknis og tjáði honum áhyggjur konu sinnar um að hann væri með fæðingarþunglyndi. Læknirinn hans horfði á hann og sagði svo „það er ekkert til sem heitir fæðingarþunglyndi hjá körlum“.

Hvar fær þessi læknir sínar upplýsingar? Þessi svör eru röng og þessi einstaklingur fær því enga aðstoð, þrátt fyrir sögu af þunglyndi.

Einkenni fæðingarþunglyndis 

 • Matarlyst breytist.
 • Óútskýranlegir verkir.
 • Hefur stöðugar áhyggjur eða er uppspenntur.
 • Stendur sig ekki eins vel í vinnu. 
 • Minni kynlífslöngun. 
 • Minni orka. 
 • Forðast samskipti við vini. 

Ef fundið er fyrir þessum einkennum í meira en tvær vikur, leitið þá til læknis.  Þetta er ekkert til að skammast sín fyrir.

Einn af hverjum tíu feðrum þjást af fæðingarþunglyndi.

Það sem eykur líkur á fæðingarþunglyndi 

 • Ef sambandið við barnsmóður þína hefur verið erfitt eða þvingað á meðgöngunni og eftir hana. 
 • Ef að barnsmóðir þín er einnig með fæðingarþunglyndi.
 • Vandamál tengd tekjum.
 • Ungir feður eru líklegri til þess að fá fæðingarþunglyndi heldur en þeir sem eru eldri. 

Eftir að barnið fæðist:

 • Ættir þú að reyna að borða vel. Heilsusamlegur matur og drykkir eins og grænmeti, ávextir, ávaxtasafi, mjólk og kornmeti er af hinu góða, fullt af næringarefnum og þarfnast ekki mikils undirbúnings.
 • Ættir þú að gefa þér tíma fyrir sjálfan þig. t.d fara í bað eða hitta vini.
 • Ættir þú að skemmta þér með makanum. Það er nauðsynlegt að hafa barnapíu nálæga svo að þið komist út að borða, í bíó, í göngutúr eða eitthvað þess háttar.
 • Ekki vera hræddur við að biðja um hjálp ef þér finnst þú þurfa hana. Fagfólk ætti frekar að greina fæðingarþunglyndi en foreldrarnir sjálfir, en ef þú hefur heyrt um sjúkdóminn eða lesið um hann ættirðu að geta spurt sjálfan þig hvort það gæti verið að þú sért þunglyndur.

Ég hvet þig, kæri lesandi til þess að líta á fólkið í kringum þig. Þekkir þú einhvern sem þú telur lifa með fæðingarþunglyndi? Bjóddu viðkomandi aðstoð. Bentu honum á hvert hann getur leitað. Hvettu hann til þess að hafa samband við heimilislækni og fá viðeigandi hjálp.

Það getur skipt svo ótrúlega miklu máli. Þú skiptir máli.

Mæður.com
Mæður.com eru sjö ólíkar mömmur; Eva, Guðbjörg, Gunnur, Heiðrún, Ólafía, Saga og Valkyrja Sandra sem eiga það allar sameiginlegt að elska að skrifa um allt milli himins og jarðar.
Þið finnið okkur undir:
https://maedur.com
https://www.instagram.com/maedurcom/
Og á snapchat undir maedur.com
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Sam Smith viðurkennir að hann hafi svelt sig: „Það mun alltaf vera barátta fyrir mig að horfa í spegil“

Sam Smith viðurkennir að hann hafi svelt sig: „Það mun alltaf vera barátta fyrir mig að horfa í spegil“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Sannleikurinn um samband Jennifer Aniston og Brad Pitt

Sannleikurinn um samband Jennifer Aniston og Brad Pitt
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Hugh Jackman gerði bráðfyndna auglýsingu fyrir Ryan Reynolds – Sjáðu myndbandið

Hugh Jackman gerði bráðfyndna auglýsingu fyrir Ryan Reynolds – Sjáðu myndbandið
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Aníta Rún: „Mikilvægt að geta sagt nei við börnin sín og standa við það“

Aníta Rún: „Mikilvægt að geta sagt nei við börnin sín og standa við það“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.