fbpx
Fimmtudagur 17.janúar 2019
Bleikt

Dóttir R. Kelly hjólar í föður sinn: „Hann er skrímsli“

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 12. janúar 2019 13:30

Joann Kelly, dóttir tónlistarmannsins R. Kelly, vandar föður sínum ekki kveðjurnar og segir hann vera skrímsli. R. Kelly hefur verið sakaður um kynferðisbrot gegn fjölda kvenna og hefur heimildaþáttaröðin Surviving R. Kelly síst verið til þess fallin að fegra gjörðir hans.

Joann, sem nú gengur undir nafninu Buku Abi, tjáði sig um föður sinn á Instagram. „Ég bið fyrir öllum þeim fjölskyldum og þeim konum sem hafa lent í klóm föður míns. Sama skrímslið og þið bendlið við mig er faðir minn. Ég er vel meðvituð um hver hann er,“ sagði hún meðal annars en borið hefur á því að Buku hafi orðið fyrir aðkasti vegna misgjörða föður hennar.

Þá biðst hún afsökunar á að hafa ekki tjáð sig um málefni föður síns áður.

Þættirnir, Surviving R. Kelly, voru frumsýndir fyrir skemmstu en í þáttunum, sem eru sex talsins, er farið yfir sögur þolenda söngvarans og viðtöl tekin við aðstandendur söngvarans um ásakanirnar. Söngvarinn John Legend, MeToo-frumkvöðullinn Tarana Burke og spjallþáttastjórnandinn Wendy Williams voru meðal viðmælenda þáttanna.

Saksóknarar hafa gefið til kynna að þættirnir kunni að verða til þess að sakamálarannsókn verði hafin á misgjörðum R. Kelly.

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 6 dögum

10 merki þess að þú sért of gamall til að fara á skemmtistaði

10 merki þess að þú sért of gamall til að fara á skemmtistaði
Bleikt
Fyrir 1 viku

Lögregluþjónn stöðvaði konu fyrir hraðakstur: Hún kom með besta svarið

Lögregluþjónn stöðvaði konu fyrir hraðakstur: Hún kom með besta svarið