fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Segir Khloe Kardashian vera í fangelsi fitusmánunar

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 10. janúar 2019 16:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Jameela Jamil segir að Khloe Kardashian hafi verið fitusmánuð „inn í fangelsi sjálfsgagnrýni“ í kjölfar þess að sú síðarnefnda sagði í færslu á Instagram að hana langaði að léttast. 

Breska leikkonan Jamil, sem margir kannast líklega við úr þáttunum The Good Place, er mikill talsmaður líkamsvirðingar og vill meðal annars banna að átt sé við ljósmyndir af konum.

Í færslu á Instagram sagði Khloe: „Tveir hlutir sem konur vilja, númer eitt grennast, númer tvö borða.“

Jamil deildi skjáskotum af færslunni á Twitter og sagði „Þetta hryggir mig“. Hún hélt áfram: „Ég vona að dætur mínar vilji meira en þetta þegar þær eldast. Ég vil meira en þetta. Ég sendi ást mína til þessarar vesalings konu. Bransinn gerði henni þetta. Fjölmiðlar gerðu henni þetta. Þeir fitusmánuðu  hana inn í fangelsi sjálfsgagnrýni. Elsku stelpur, sækist eftir meiri en þessu!“

Jamil hefur áður gagnrýnd Kardashian fjölskylduna fyrir að ljá megrunartólum og tækjum stuðnings sinn sem sendi konum skilaboð um að eitthvað sé að líkama þeirra. sem Jamil hefur sagt Kardashian fjölskylduna græða á: „Blóði og tárum ungra kvenna sem líta upp til þeirra.“.

Jamil er í herför sem ætlað er að bæta sjálfstraust kvenna. Á Golden Globe verðlaununum, fyrir skömmu, sagði Jamil að hún væri hvergi nærri hætt herförinni. Hún sagði í samtali við Press Association : „Þeir verða að drepa mig til að ég hætti að tala um réttindi kvenna og minnihluta. Þetta er mitt ástríðuefni.“

Jamil sagði að hún hefði talað um þessi mál í mörg ár en fólk tæki meira eftir því núna þar sem frægðarsól hennar væri farin að skína og Jamil reynir að vera meðvituð um forréttindi sín.

„Ég skil að sumir haldi að ég sé að tala um eitthvað sem mér kemur ekki við, fyrir hópa sem ég tilheyri ekki, eða tilheyri ekki lengur, en ég held að það þurfi einhver að tala um þetta og enginn hlustar á aðilana úr jaðarsettu hópunum svo þau okkar með forréttindi þurfa að axla ábyrgð og hafa hátt svo raddir þeirra verði heyrðar.“

Sjá frétt frá The Independent

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Píratar vilja Útlendingastofnun feiga

Píratar vilja Útlendingastofnun feiga
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kostar sitt að kúka í Lystigarðinum – Akureyrarbær tvöfaldar verðmiðann

Kostar sitt að kúka í Lystigarðinum – Akureyrarbær tvöfaldar verðmiðann
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.