fbpx
Fimmtudagur 17.janúar 2019
Bleikt

Náði að knúsa nýfædda systur sína áður en hann lést: „Nú er kominn tími að ég fari og verði verndarengillinn hennar“

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 10. janúar 2019 21:30

Hugrakkur níu ára drengur náði að faðma nýfædda systur sína áður en hann lést úr krabbameini.

Bailey Cooper, frá Bristol á Englandi, varð mjög veikur síðla árs 2016. Læknar töldu fyrst að hann væri með veirusýkingu í maga og var hann settur á sýklalyf sem gerðu illt verra. Hann greindist svo með illvígt krabbamein á þriðja stigi, töldu læknar að hann ætti aðeins nokkrar vikur eftir ólifaðar.

Bailey náði þó að berjast í 15 mánuði þökk sé krabbameinslyfjum. Virtist það bera árangur og var fékk hann að fara í frí með fjölskyldunni til Devon. Á öðrum deginum í Devon fékk fjölskyldan hræðilegar fréttir. Krabbameinið var komið aftur og Bailey var dauðvona.

Bailey og Riley.

„Á öðrum deginum okkar, við vorum í dýragarðinum þegar við fengum símtalið frá spítalanum. Sýni sýndu að krabbameinið var komið aftur,“ hefur breska dagblaðið Sun eftir Lee Cooper, föður Bailey.

Sex vikum síðar kom í ljós að það var ekkert hægt að gera, krabbameinið var búið að dreifa sér um allan líkamann og fjölskyldan vissi að hann myndi ekki lifa til jóla.

Rachel, mamma Bailey, var ólétt af stúlku og átti að eiga í nóvember. Á sama tíma hrakaði Bailey hratt.

„Við vissum ekki hvort hann myndi ná að hitta hana, en hann var alveg staðráðinn í því. Hún kom ekki fyrr en í lok nóvember. Hann faðmaði hana og gerði allt sem stóri bróðir á að gera og meira. Hann fékk að skipta á henni. Fara með henni í bað. Hann söng líka fyrir hana,“ sagði Rachel.

Jólin nálguðust og foreldrar hans hvöttu Bailey til að gera lista yfir það sem hann vildi í jólagjöf. Hann lét til leiðast og bjó til lista yfir leikföng og hluti sem bróðir hans, Riley, vildi.

Kl. 11:45, þann 24. desember 2018, var öll fjölskyldan saman komin við rúmið hans. Amma hans sagði við Bailey að hún vildi að hún gæti dáið í staðinn fyrir hann, Rachel segir að Bailey hafi sagt við ömmu sína að hún ætti ekki að deyja þar sem hún þyrfti að passa öll barnabörnin.

Stuttu síðar leit hann á systur sína og sagði: „Nú er kominn tími að ég fari og verði verndarengillinn hennar.“ Bailey lést skömmu síðar.

Ari Brynjólfsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Í gær

Voffi biður íslenska foreldra um hjálp

Voffi biður íslenska foreldra um hjálp
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Agnes gagnrýnir slæma notkun öryggisbúnaðar: „Þetta vekur upp hjá mér reiði í garð foreldra“

Agnes gagnrýnir slæma notkun öryggisbúnaðar: „Þetta vekur upp hjá mér reiði í garð foreldra“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

„Ég hata tíkina Agnesi“ – Vika í ræktinni breyttist í skelfilega martröð

„Ég hata tíkina Agnesi“ – Vika í ræktinni breyttist í skelfilega martröð
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Feita stóra Sólveig fékk lakari þjónustu og ljótar augngotur: „Ég notaði matinn til að hefna mín á sjálfri mér“

Feita stóra Sólveig fékk lakari þjónustu og ljótar augngotur: „Ég notaði matinn til að hefna mín á sjálfri mér“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Lögregluþjónn stöðvaði konu fyrir hraðakstur: Hún kom með besta svarið

Lögregluþjónn stöðvaði konu fyrir hraðakstur: Hún kom með besta svarið
Bleikt
Fyrir 1 viku

Myndir þú borga yfir 200 þúsund fyrir Spice Girls miða? – Aðdáendur eru æfir

Myndir þú borga yfir 200 þúsund fyrir Spice Girls miða? – Aðdáendur eru æfir