fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

10 merki þess að þú sért of gamall til að fara á skemmtistaði

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 10. janúar 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á einhverjum tímapunkti í lífi flestra verða þeir að viðurkenna að nú sé kominn tími til að breyta um, láta af einhverju sem hefur verið stundað fram að þessu og láta öðrum það eftir. Þetta gildir einnig um þátttöku fólks í næturlífinu.

Það er alveg sama hversu ungur og sprækur þú ert, hversu vel þú fylgist með menningunni, fréttunum og tónlistinni – hversu vel þú hugsar um líkama þinn og borðar hollan mat – já, þú munt vakna upp einn daginn og átta þig á að þú ert orðinn of gamall til að fara á skemmtistaði. Eftirfarandi atriði eru einmitt til merkis um að nú sé kominn tími til að láta af þessu næturbrölti.

1. Þú hefur ekki tíma til að vera þunnur. Fyrsta reglan í tengslum við heimsókna á skemmtistað er að maður á að vera drukkinn, eiginlega ofurölvi, til að þola við. En líf þitt hefur breyst í fullorðinslíf og þú ert með plön fyrir næsta dag. Plön, sem snúast ekki bara um að liggja í þynnku og horfa á ömurlegt sjónvarpsefni. Þú ætlar að gera hreint heima hjá þér og sigrast á fatastaflanum sem á að fara í þvottavélina. Slæmir timburmenn koma í veg fyrir þetta.

2. Annað fólk pirrar þig – sérstaklega þegar það er mikið af því. Af hverju eru allir svona fullir hér? Það er ómögulegt að skilja þetta fólk, það talar samhengislaus og óskiljanlega, angar af áfengi og veltur um og er alltaf í minnst fimm manna hópum.

3. Einn drykkur kostar um helminginn af launum þínum. Þetta er kannski aðeins ýkt en hver drykkur er rándýr auk þess sem þú þarft að standa lengi í röð á barnum áður en þú getur keypt hann.

4. Tónlistin. Hún er spiluð svo hátt að þú getur ekki rætt við vini þína. Í gamla daga þekktir þú öll lögin og gast sungið með. Nú hefur þú aldrei heyrt þau áður. Auk þess ertu raddlaus næsta dag eftir átökin við að reyna að yfirgnæfa tónlistina.

5. Svo ekki sé talað um tónlistina. Það er ómögulegt að dansa við þetta garg. Hvernig átt þú að forðast að líta út eins og bjáni?

6. Þér finnst þú gamall. Allt á skemmtistaðnum fær þig til að finnast þú gamall. Hinir gestirnir gætu verið börnin þín. Þeir taka sjálfur á klósettunum, klæðast skrítnum fötum, svo ekki sé nú talað um hvernig þeir dansa. Þú varst aldrei svona pirrandi, eða hvað?

7. Þú vilt gjarnan hitta vini þína. Að vera orðinn fullorðinn og vera í vinnu og vera með húsnæði þýðir að það er margt sem þarf að gæta að og það getur komið niður á sambandinu við vinina. Þegar þú ætlar út á lífið með vinunum um helgar þá viltu gjarnan heyra hvernig líf þeirra gengur og hvað er að frétta. Það eru bara örlitlar líkur á að þú heyrir það ef þið eruð umkringdir af drukknum unglingum, sem drekka eins og enginn sé morgundagurinn, og þið verðið að reyna að yfirgnæfa tónlistina.

8. Þú átt engin föt sem hæfa tilefninu. Fötin þín eru orðin praktísk, þægileg eða vinnutengt. Þetta þýðir að þú getur valið um að fara í jogginggalla eða jakkafötum út á lífið.

9. Enginn spyr þig um skilríki. Áður fyrr komstu ekkert nema vera með skilríki með. Nú nenna dyraverðirnir ekki lengur að spyrja þig um aldur.

10. Þú ert farinn að geispa áður en þú kemst inn. Áður fyrr gastu djammað langt fram eftir morgni. En eins og alkunna er þá fer enginn í bæinn fyrir miðnætti en að öllu jöfnu ert þú löngu sofnaður þá. Þess vegna ert þú farinn að geispa löngu áður en þú kemst inn á skemmtistaðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Dæmd fyrir líkamsárás á hvort annað

Dæmd fyrir líkamsárás á hvort annað
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Varpa fram kenningu um hvarf Émile sem gæti kollvarpað rannsókninni

Varpa fram kenningu um hvarf Émile sem gæti kollvarpað rannsókninni
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.