fbpx
Fimmtudagur 17.janúar 2019
Bleikt

Myndir þú borga yfir 200 þúsund fyrir Spice Girls miða? – Aðdáendur eru æfir

Tómas Valgeirsson
Miðvikudaginn 9. janúar 2019 20:00

Ófáir aðdáendur hljómsveitarinnar Spice Girls tóku þeim fréttum fagnandi þegar stúlkurnar tilkynntu endurkomu með sérstakri tónleikaröð sem hefst í sumar. Þetta verður í fyrsta skiptið sem sveitin kemur saman í rúman áratug en síðasti endurkomutúr þeirra var 2008, þó Victoria Beckham verði ekki í för að þessu sinni.

Kryddpíurnar hafa nú selt upp þrettán tónleika víða um Bretland og Írland og hefur eftirspurnin leitt til þess að stakir miðar eru fáanlegir í endursölu á verði frá átta hundruð til allt að tæpra tvö þúsund punda, sem samsvarar í kringum þrjú hundruð þúsund íslenskar krónur. Þetta kemur meðal annars fram á endursöluvefnum Viagogo.

Yfir þessu eru fjölmargir aðdáendur hljómsveitarinnar æfir, en nýlega fengu ýmsir utan Evrópu salt í sárið þegar Kryddpíurnar höfnuðu tilboði um að spila víðar um heiminn, þar á meðal í Bandaríkjunum.

Stúlkunum var boðið vegleg upphæð allt að 80 milljónir punda (e. tólf milljarðar íslenskra króna) fyrir að túra um heiminn en samkvæmt heimildum fréttavefsins The Sun þykir þeim líklegt að slík skuldbinding myndi taka frá þeim allt of mikinn tíma á nýja árinu.

„Þær eiga allar fjölskyldur sem þær þurfa að hugsa um. Þær eru ekki lengur einhleypar stúlkur sem geta skilið allt eftir og komið sér í þetta,“ segir á fréttavefnum.

Einnig eru getgátur um að aukið tónleikahald Kryddpíanna gæti haft áhrif á sólóplötu barnakryddsins Emmu Bunton, auk skuldbindinga Mel B í tengslum við sjónvarpsþáttinn America‘s Got Talent.

Jafnframt herma heimildir að hljómsveitinni var boðin stór summa fyrir að gefa út glænýja plötu en telja sérfræðingar að það sé afar ólíklegt að þær þiggi boðið og haldi sig í staðinn við gömlu slagarana.

Stúlkurnar í Spice Girls slógu rækilega í gegn með laginu Wannabe árið 1996 sem landaði efsta sætinu á vinsældalistum 37 landa. Heimsfrægð og heimsyfirráð fylgdu í kjölfar gífurlegrar velgengni en tveimur árum síðar hætti Rauða kryddið Geri Haliwell í sveitinni vegna samstarfsörðugleika, en slúður segir að henni og Mel B hafi lent saman.

Sveitin hélt áfram starfsemi sem kvartett en lagði hljóðnemana á hilluna um aldamótin.

Tómas Valgeirsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Í gær

Voffi biður íslenska foreldra um hjálp

Voffi biður íslenska foreldra um hjálp
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Agnes gagnrýnir slæma notkun öryggisbúnaðar: „Þetta vekur upp hjá mér reiði í garð foreldra“

Agnes gagnrýnir slæma notkun öryggisbúnaðar: „Þetta vekur upp hjá mér reiði í garð foreldra“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

„Ég hata tíkina Agnesi“ – Vika í ræktinni breyttist í skelfilega martröð

„Ég hata tíkina Agnesi“ – Vika í ræktinni breyttist í skelfilega martröð
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Feita stóra Sólveig fékk lakari þjónustu og ljótar augngotur: „Ég notaði matinn til að hefna mín á sjálfri mér“

Feita stóra Sólveig fékk lakari þjónustu og ljótar augngotur: „Ég notaði matinn til að hefna mín á sjálfri mér“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

10 merki þess að þú sért of gamall til að fara á skemmtistaði

10 merki þess að þú sért of gamall til að fara á skemmtistaði
Bleikt
Fyrir 1 viku

Lögregluþjónn stöðvaði konu fyrir hraðakstur: Hún kom með besta svarið

Lögregluþjónn stöðvaði konu fyrir hraðakstur: Hún kom með besta svarið