fbpx
Fimmtudagur 17.janúar 2019
Bleikt

Sjáðu vandræðalega augnablikið hjá Rami Malek og Nicole Kidman á Golden Globe-verðlaununum

Tómas Valgeirsson
Mánudaginn 7. janúar 2019 15:00

Allt getur gerst í beinni og stundum verða gullmolar til úr vandræðalegum augnablikum. Fólk á alnetinu er yfirleitt duglegt að skrásetja hvert einasta smáatriði sem getur brugðið fyrir í beinni útsendingu og ekki síður þegar fræga fólkið er í sviðsljósinu.

Á Golden Globe-verðlaunahátíðinni í gær hlaut bandaríski leikarinn Rami Malek styttu fyrir besta leik karls í aðalhlutverki í dramamynd. Verðlaunin voru fyrir marglofaða túlkun hans á Freddie Mercury í kvikmyndinni Bohemian Rhapsody.

Myndin var almennt sigursæl á hátíðinni og hlaut einnig verðlaun bestu myndar í flokki dramamynda. Ástralska leikkonan Nicole Kidman sá um hlutverk kynnis og veitti framleiðendum styttuna. Þá kom ekki annað til greina en fyrir helstu leikara og fleiri aðstandendur að sameinast á sviðinu.

Rami var að vísu í brennidepli þegar hann reyndi að sýna Kidman þakklæti sitt og heilsa henni vingjarnlega, en hún tók ekki eftir sigurvegaranum sem greip þarna í tómt. Þetta hefur leitt til margra umræða á samfélagsmiðlum, enda er sjón sögu ríkari, eins og sjá má að neðan.

Tómas Valgeirsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Í gær

Voffi biður íslenska foreldra um hjálp

Voffi biður íslenska foreldra um hjálp
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Agnes gagnrýnir slæma notkun öryggisbúnaðar: „Þetta vekur upp hjá mér reiði í garð foreldra“

Agnes gagnrýnir slæma notkun öryggisbúnaðar: „Þetta vekur upp hjá mér reiði í garð foreldra“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

„Ég hata tíkina Agnesi“ – Vika í ræktinni breyttist í skelfilega martröð

„Ég hata tíkina Agnesi“ – Vika í ræktinni breyttist í skelfilega martröð
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Feita stóra Sólveig fékk lakari þjónustu og ljótar augngotur: „Ég notaði matinn til að hefna mín á sjálfri mér“

Feita stóra Sólveig fékk lakari þjónustu og ljótar augngotur: „Ég notaði matinn til að hefna mín á sjálfri mér“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

10 merki þess að þú sért of gamall til að fara á skemmtistaði

10 merki þess að þú sért of gamall til að fara á skemmtistaði
Bleikt
Fyrir 1 viku

Lögregluþjónn stöðvaði konu fyrir hraðakstur: Hún kom með besta svarið

Lögregluþjónn stöðvaði konu fyrir hraðakstur: Hún kom með besta svarið