fbpx
Fimmtudagur 17.janúar 2019
Bleikt

Manuela sár og á þetta ekki skilið: „Ég er alveg komin með upp í kok af svona drulli um mig opinberlega“

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 7. janúar 2019 18:51

Manuela Ósk Harðardóttir, samfélagsmiðlastjarna og fegurðardrottning hefur birt yfirlýsingu á Instagram. Er hún ósátt við framgöngu netverja í kommentakerfum og á samfélagsmiðlum eftir að fjölmiðlar greindu frá því að hún hefði birt ljósmynd af sér fáklæddri og fengið fá læ frá fylgjendum sínum.

Greindi hún frá því að nítján þúsund manns hefðu séð myndina enn aðeins tæplega átta hundruð kunnað að meta hana. Var hún ósátt við að fólk væri aðeins að skoða myndina af henni enn ekki bregðast við henni á þann hátt sem hún vildi: „Þetta er svo shitty,“ sagði Manuela ósátt og fannst ólíðandi að fá ekki fleiri læk og bætti við: „Ef ég fylgi þér þá mun ég læka myndirnar þínar! Fylgjendur ættu ekki að vera bara fylgjendur heldur stuðningsmenn.“

Frétt DV og annarra miðla vakti nokkra athygli og viðbrögð voru oft óvægin. Manuela hefur nú svarað virkum í athugasemdum. Manule segir:

„Enginn á svona skilið. Enginn. Hvar er kærleikurinn og virðingin?“

Þá bætir hún við:

„Mér er sama hvað fólki finnst um mig (virkilega) en að finna sig knúið að eyða tíma úr degi sínum og setjast við tölvu til að lítillækka manneskju sem það þekki ekki neitt??

Nei. Ekki smart.

Það er ótrúlegt að lesa þetta – komandi frá fullorðnum einstaklingum.“

Þá segir Manuela að hún hafi viljað eingöngu eiga þetta samtal við fylgjendur en ekki lesendur fjölmiðla:

„vildi að ég hefði bara fengið að eiga þetta „spjall“ við ykkur hér – enda var þetta bara svona okkar á milli,“ segir Manuela og bætir við að henni finnist leiðinlegt að margir sem fylgja henni á Instagram skoði aðeins myndirnar en tjái sig ekki um þær eða gefi þeim læk. Manuela segir að lokum:

„En ég er alveg komin með upp í kok af svona drulli um mig opinberlega. Þeir sem þekkja mig vita svo vel að ekkert af þessu á við mig sem manneskju – og þetta særir ekki bara mig heldur mína nánustu.“

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 6 dögum

Segir Khloe Kardashian vera í fangelsi fitusmánunar

Segir Khloe Kardashian vera í fangelsi fitusmánunar
Bleikt
Fyrir 6 dögum

10 merki þess að þú sért of gamall til að fara á skemmtistaði

10 merki þess að þú sért of gamall til að fara á skemmtistaði