fbpx
Fimmtudagur 17.janúar 2019
Bleikt

Kendall Jenner veldur aðdáendum vonbrigðum með „hrárri og persónulegri“ yfirlýsingu

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 7. janúar 2019 14:00

Kris Jenner olli usla á samfélagsmiðlum eftir að hún hvatti fylgjendur sína til að fylgjast vel með Twitter síðu Kendall dóttur hennar, því von væri á „hrárri og persónulegri“ yfirlýsingu frá henni. Yfirlýsingin reyndist þó annars eðlis en aðdáendur reiknuðu með. 

„Að sjá þig deila þinni hráustu sögu til að hafa jákvæð áhrif á svo marga og hjálpa við að koma á jákvæðum umræðum er vitnisburður um hversu ótrúleg kona þú ert orðin,“ tísti Kris Jenner og hvatti fylgjendur til að fylgjast með Kendall á næstu dögum.

Aðdáendur fóru undir eins að velta fyrir sér hvert efni yfirlýsingarinnar gæti verið. Ætli Kendall sé á leið út úr skápnum? Ætli hún sé veik á líkama eða sál? Er hún að fara að greina frá ofbeldi sem hún hefur orðið fyrir?  Það giskuðu þó fæstir á raunverulegt efni yfirlýsingarinnar.

Kendall Jenner er nýtt andlit Proactive, bólukrems. Kendall glímir við bólur og hefur verið ráðin sem nýtt andlit vörumerkisins Proactive. Samningurinn er talinn hafa skilað henni milljónum Bandaríkjadala. Í yfirlýsingunni rifjar Kendall upp Golden Globe verðlaunahátíðina á síðasta ári, en eftir hana var gert grín af slæmri húð hennar á samfélagsmiðlum.

„Mér leið svo vel að ég gleymdi að ég væri með slæma húð. Síðan fékk ég nokkur tíst, sem urðu mörg tíst, um hversu stolt fólk var af mér. Ég var bara „Ó bíddu, þetta er bara frekar svalt og þetta algjörlega kveikti á orkunni minni. En á sama tíma vil ég losna við bólurnar. Ég get í hreinskilni sagt að galdurinn var Proactive. Það er svakalega stórt mál að ég sé komin í samstarf við Proactive og ég vona að ég geti hjálpað fólki og sýnt þeim að þetta er hvernig ég losnaði við bólurnar og vonandi hvernig þú getur það líka.“

Yfirlýsingin hljómar eins og auglýsing og hefur hlotið mikla gagnrýni á samfélagsmiðlum, aðallega vegna þess hversu vonsviknir aðdáendur urðu með efni yfirlýsingarinnar.

 

 

 

Erla Dóra Magnúsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 6 dögum

Segir Khloe Kardashian vera í fangelsi fitusmánunar

Segir Khloe Kardashian vera í fangelsi fitusmánunar
Bleikt
Fyrir 6 dögum

10 merki þess að þú sért of gamall til að fara á skemmtistaði

10 merki þess að þú sért of gamall til að fara á skemmtistaði