fbpx
Fimmtudagur 17.janúar 2019
Bleikt

Brotnaði saman þegar hann talaði um lok þáttanna

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 5. janúar 2019 10:00

Leikararnir Johnny GaleckiJim Parsons og Kaley Cuoco voru í samtali við Entertainment Weekly um tólftu þáttaröð sjónvarpsþáttanna The Big Bang Theory og væntanleg endalok þáttanna.  

Þættirnir um vísindamennina og vinkonu þeirra Penny hefur notið mikilla vinsælda, þann rúma áratug sem þeir hafa verið í sýningu. Talið er að ákvörðunin um að binda endi á þættina hafi verið tekin þegar Jim Parsons sem leikur sérvitra vísindamanninn Sheldon Cooper tilkynnti að hann vildi ekki gegna hlutverkinu lengur.  Jim segir í meðfylgjandi myndbandi að honum finnist tíminn kominn til að ljúka þáttunum. „Við höfum fengið að tyggja allt kjötið af þessum beinum. Nú er spennandi að finna út hvað tekur við í líf og ferli okkar allra.“

„Ég vona bara, eigingjarnt og persónulega, að það verði mikið af tilfinningaríkum atriðum því ekkert okkar á eftir að komast í gegnum lokatökuna án þess að fara að gráta. Það þarf að skrifa það inn í handritið til að útskýra grátinn því hann verður óumflýjanlegur,“ segir Johnny Galecki og reynir samtímis að halda aftur af tárunum.

Leikararnir þrír voru allir sammála um hvað þeir vilji að gerist í lokaþættinum. „Ein af óskum mínum fyrir lokaþáttinn er að lyftan verði löguð,“ en lyftan í stigaganginum, þar sem aðalpersónur þáttanna búa, hefur yfir allar ellefu þáttaraðirnar verið biluð.

Galecki bætir svo við : „Allavega í smá stund. Svo kannski bilar hún og við sitjum öll föst í henni.“

 

 

Erla Dóra Magnúsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 6 dögum

Segir Khloe Kardashian vera í fangelsi fitusmánunar

Segir Khloe Kardashian vera í fangelsi fitusmánunar
Bleikt
Fyrir 6 dögum

10 merki þess að þú sért of gamall til að fara á skemmtistaði

10 merki þess að þú sért of gamall til að fara á skemmtistaði