fbpx
Fimmtudagur 17.janúar 2019
Bleikt

Svífst einskis til að hneppa óspjallaðan piparsvein: Þú verður að gera hvað þú getur til að standa upp úr hópnum

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 4. janúar 2019 13:10

Hreinn sveinn og lygarkvenndi. Nýja þáttaröðin af The Bachelor lofar góðu. 

Nú er 23. þáttaröð af The Bachelor að hefja göngu sína. Piparsveinninn að þessu sinni er Colton Underwood, fyrrum NFL leikmaður sem áður hafði verið vonbiðil piparjónkunnar Beccu í þáttunum um The Bachelorette, í sumar.  Colton er einkum þekktur fyrir þá staðreynd að hann hefur aldrei verið við konu kenndur.

„Ég er hreinn sveinn, en það er bara lítill hluti af því hver ég er,“ segir Colton í stiklu þáttanna en í kynningarefni fyrir þáttaröðina er frasinn ; „Hverju hefur hann að tapa?“ mikið notaður svo af því má álykta að sveindómur Coltons gegni stóru hlutverki í þáttunum.

Fyrsti þáttúrinn verður sýndur þann 7. janúar en á Twittersíðu þáttanna birtist í gær tíst með kitlu úr þáttunum sem hefur vakið mikla athygli. Í henni sést keppandi að nafni Bri kynna sig fyrir piparsveininum og talar hún með Áströlskum hreim.  Bri er ekki frá Ástralíu, heldur Kaliforníu. Um hreiminn segir hún svo :

„Maður gerir hvað maður getur til að standa upp úr hópnum.“

Aðdáendur þáttanna geta rétt ímyndað sér hvernig þessi lygi mun koma í kollinn á henni. Eða hvað ?  

Erla Dóra Magnúsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Í gær

Voffi biður íslenska foreldra um hjálp

Voffi biður íslenska foreldra um hjálp
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Agnes gagnrýnir slæma notkun öryggisbúnaðar: „Þetta vekur upp hjá mér reiði í garð foreldra“

Agnes gagnrýnir slæma notkun öryggisbúnaðar: „Þetta vekur upp hjá mér reiði í garð foreldra“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

„Ég hata tíkina Agnesi“ – Vika í ræktinni breyttist í skelfilega martröð

„Ég hata tíkina Agnesi“ – Vika í ræktinni breyttist í skelfilega martröð
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Feita stóra Sólveig fékk lakari þjónustu og ljótar augngotur: „Ég notaði matinn til að hefna mín á sjálfri mér“

Feita stóra Sólveig fékk lakari þjónustu og ljótar augngotur: „Ég notaði matinn til að hefna mín á sjálfri mér“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

10 merki þess að þú sért of gamall til að fara á skemmtistaði

10 merki þess að þú sért of gamall til að fara á skemmtistaði
Bleikt
Fyrir 1 viku

Lögregluþjónn stöðvaði konu fyrir hraðakstur: Hún kom með besta svarið

Lögregluþjónn stöðvaði konu fyrir hraðakstur: Hún kom með besta svarið