fbpx
Fimmtudagur 17.janúar 2019
Bleikt

Hjónin fengu áfall í eigin brúðkaupi: Sjáðu hvað var inni í brúðartertunni

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 4. janúar 2019 15:40

Þegar einstaklingar eru spurðir hver stærsti dagurinn í lífi okkar er munu eflaust margir nefna fæðingardaga barna sinna eða dagana þegar þeir gengu í hjónaband. Þegar brúðkaup eru annars vegar skiptir máli að vanda til verka við undirbúninginn til að gera daginn eftirminnilegan í jákvæðum skilningi.

Shine Tamayo, 26 ára, og Jhon Chen, 40 ára, gengu í hjónaband á Filippseyjum fyrir skemmstu og fengu þau fyrirtæki sem sérhæfir sig í skipulagningu brúðkaupa til að sjá um veisluna. Greiddu þau nokkur hundruð þúsund krónur fyrir og inni í þeirri upphæð voru meðal annars veitingar og leiga á sal.

Óhætt er að segja að hinum nýbökuðu hjónum hafi brugðið í brún þegar þau komu í veislusalinn. Þar kom í ljós að enginn matur var á svæðinu eins og þau höfðu borgað fyrir. Þá áttu hjónin og gestir þeirra að skála í kampavíni en ekkert vín var á svæðinu. Aðeins sóllberjasafi. Þau ákváðu að láta þetta ekki á sig fá þó vonbrigðin væru mikil, enda var brúðartertan í salnum, stór og glæsileg.

Þegar kom að því að skera sjálfa brúðartertuna fengu hin nýbökuðu hjón áfall. Sem fyrr segir virtist tertan vera öll hin glæsilegasta en fljótlega kom í ljós að ekki var allt með felldu. Efri hluti kökunnar var í góðu lagi en neðri hluti hennar var frauðplast sem búið var að húða með kökukremi.

Shine brotnaði niður og fór að gráta þegar hún áttaði sig á þessu, gjörsamlega miður sín. Brugðu hjónin á það ráð að kaupa núðlur, hrísgrjón og annað ætilegt frá veitingastað í nágrenninu svo gestir færu ekki svangir heim.

Í frétt Mail Online kemur fram að hjónin og veislugestir hafi farið með skipuleggjanda brúðkaupsins á næstu lögreglustöð. Lögreglumenn ræddu við skipuleggjandann, konu að nafni Krissa Cananea, en ekki liggur fyrir hverjir eftirmálar þessa óvenjulega atviks verða.

Shine segir að Krissa hafi eyðilagt stóra daginn, sagt ósatt um ýmsa hluti og rukkað hjónin um háar fjárhæðir fyrir litla sem enga vinnu. Hún eigi ekkert annað skilið en að fara í fangelsi.

Neðri hluti kökunnar innihélt frauðplast.
Gestir urðu að láta sér nægja að skála í sólberjasafa.

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Í gær

Voffi biður íslenska foreldra um hjálp

Voffi biður íslenska foreldra um hjálp
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Agnes gagnrýnir slæma notkun öryggisbúnaðar: „Þetta vekur upp hjá mér reiði í garð foreldra“

Agnes gagnrýnir slæma notkun öryggisbúnaðar: „Þetta vekur upp hjá mér reiði í garð foreldra“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

„Ég hata tíkina Agnesi“ – Vika í ræktinni breyttist í skelfilega martröð

„Ég hata tíkina Agnesi“ – Vika í ræktinni breyttist í skelfilega martröð
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Feita stóra Sólveig fékk lakari þjónustu og ljótar augngotur: „Ég notaði matinn til að hefna mín á sjálfri mér“

Feita stóra Sólveig fékk lakari þjónustu og ljótar augngotur: „Ég notaði matinn til að hefna mín á sjálfri mér“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

10 merki þess að þú sért of gamall til að fara á skemmtistaði

10 merki þess að þú sért of gamall til að fara á skemmtistaði
Bleikt
Fyrir 1 viku

Lögregluþjónn stöðvaði konu fyrir hraðakstur: Hún kom með besta svarið

Lögregluþjónn stöðvaði konu fyrir hraðakstur: Hún kom með besta svarið