fbpx
Fimmtudagur 17.janúar 2019
Bleikt

Fyrirsæta ársins 2018: „Ég vaknaði á hverjum einasta morgni grátandi“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 4. janúar 2019 17:30

Síðan models.com hefur valið Adut Akech sem fyrirsætu ársins. Hadid systur sigruðu lesendavalil. Adut opnaði sig nýverið á Instagram um erfiða  baráttu hennar við þunglyndi og kvíða á síðasta ári. 

Adut Akech er besta fyrirsætan 2018, samkvæmt síðunni models.comAdut skákaði þar með Hadid systrunum vinsælu. Í öðru sæti var breska fyrirsætan Adwoa AboahHadid systur þurfa þó ekki að örvænta því þær hlutu fyrsta og annað sætið í vali lesenda síðunnar, Gigi í fyrsta og Bella í annað.

Adut Akech opnaði sig nýverið um baráttu sína við kvíða og þunglyndi. Á Instagram greindi hún frá því að hún hefði grátið hvern einasta morgun og hverja einustu nótt á síðasta ári.

„Ég er er að læra betur að meðhöndla sjúkdóminn en þetta er barátta sem á sér stað á hverjum degi og ekki allir dagar eru „góðir“ dagar“

„Hver einasti dagur árið 2018 var áskorun, fullur af stórum hindrunum til að yfirvinna.“

„Ég vaknaði á hverjum einasta morgni grátandi en setti samt upp mitt stærsta brot og reyndi að harka af mér gegnum daginn á meðan ég lét sem ekkert væri, síðan kom ég heim og grét þar til ég sofnaði“

„Ég veit ekki hvernig ég er hérna enn í dag, en ég er þó þakklát fyrir það. Þunglyndi er ekkert grín.“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 6 dögum

Segir Khloe Kardashian vera í fangelsi fitusmánunar

Segir Khloe Kardashian vera í fangelsi fitusmánunar
Bleikt
Fyrir 6 dögum

10 merki þess að þú sért of gamall til að fara á skemmtistaði

10 merki þess að þú sért of gamall til að fara á skemmtistaði