fbpx
Fimmtudagur 17.janúar 2019
Bleikt

Neitaði nýjárskossi í beinni útsendingu – Vandræðalegustu sjö sekúndur sem náðst hafa á myndband

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 3. janúar 2019 10:00

Þegar klukkan slær tólf á miðnætti á gamlárskvöld og nýtt ár byrjar, hefur það orðið að ágætum vana að kyssa þann sem maður elskar og fagna með þeim nýja árinu. Við taka svo faðmlög og fleiri kossar til ættingja og vina sem oftar en ekki eyða áramótunum saman.

Það getur hins vegar orðið vandræðaleg stund þegar þú veist ekki alveg hvort, eða hvern þú átt að kyssa þegar klukkan slær tólf. Sú varð raunin fyrir þennan Hollenska mann sem samkvæmt Independent kom fram í sjónvarpsþætti á gamlárskvöld sem sýndur var fyrir alla þjóðina.

Maðurinn hallar sér í átt að konu sem hann stendur við hlið, opnar munninn og ætlar sér að kyssa hana. Hún bakkar hins vegar frá og horfir vandræðalega á hann. Myndbandið er sjö sekúndur og þegar þetta er skrifað hafa yfir 13 milljónir manns horft á það. Margir hafa lýst myndbandinu sem vandræðalegustu sjö sekúndum sem náðst hafa á upptöku. Þú getur dæmt hvað þér finnst sjálf/ur:

Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV.
Netfang: anita@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 6 dögum

Segir Khloe Kardashian vera í fangelsi fitusmánunar

Segir Khloe Kardashian vera í fangelsi fitusmánunar
Bleikt
Fyrir 6 dögum

10 merki þess að þú sért of gamall til að fara á skemmtistaði

10 merki þess að þú sért of gamall til að fara á skemmtistaði