fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024

Steinunn um launamarkaðinn: „Konur sem standa fast á rétti sínum og eru framsæknar eru álitnar frekjur eða harðbrjósta truntur“

Aníta Estíva Harðardóttir
Miðvikudaginn 2. janúar 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Launamunur kynjanna er enn staðreynd þrátt fyrir framfarir í jafnréttismálum, en konur fá að jafnaði um 15% lægri laun en karlar fyrir sambærileg störf. Skýringar á þessum launamuni eru fjölbreyttar. Meðal annars má rekja hluta launamunarins til þess að karlar vinna frekar yfirvinnu sem leiðir til þess að heildarlaun þeirra eru hærri en kvenna þó grunnlaunin séu svipuð. Þá eru laun fyrir ólík störf eðli málsins samkvæmt ólík. Íslenskur vinnumarkaður er enn mjög kynjaskiptur, en samkvæmt tölum Hagstofunnar er algengast að konur í sérfræðistörfum séu grunnskólakennarar en karlar sérfræðingar í viðskiptagreinum. Hin svokölluðu „kvennastörf“ eru almennt lægra launuð en „karlastörfin“ og má rekja vissan hluta almenns launamunar til þessa. En hvers vegna?“ Þessu veltir Steinunn Friðriksdóttir fyrir sér í færslu sem hún birti á síðunni Uglur.is

Konur ólíklegri til þess að biðja um kauphækkun

„Eitt sem hefur verið bent á í þessu samhengi er að konur eru ólíklegri til þess að biðja um kauphækkun en karlar. Við erum svartsýnari í hugmyndum okkar um hvað sé viðeigandi að biðja um háa hækkun, við erum ólíklegri til þess að biðja um hækkun að fyrra bragði og ef við gerum það fáum við almennt lægri upphæð en karlar. En hvað veldur þessum mun? Hvers vegna eru konur líklegri til þess að sætta sig við lægri upphæðir en karlar?“

Hluta af skýringunni segir Steinunn mega finna í menningu okkar og sögu.

„Í gegnum tíðina hafa konur fengið minna pláss en karlar. Hugmyndin um karlinn sem fyrirvinnu og konu sem ummönnunaraðila er jafn gömul og mannkynið sjálft. Jafnvel í dægurmenningunni má finna dæmi um litlar, sætar konur og stóra, sterka karla sem ýtir enn frekar undir þá staðalmynd að konur séu háðar körlum til þess að halda sér uppi. Ákveðnar konur sem standa fast á rétti sínum og eru framsæknar í viðskiptaheiminum eru álitnar frekjur eða harðbrjósta truntur. En rétt eins og formæður okkar vissu mætavel er löngu kominn tími á breytingar.“

Samfélagið gerir ráð fyrir minna plássi fyrir konur en karla

Steinunn segir merkilegt hvað margar konur deila oft sömu reynslunni. Þær þori ekki að standa með sjálfum sér, sýna sjálfstraust og krefjast þess að virði þeirra sé metið til jafns við karla.

„Samfélagið kennir okkur að plássið sem okkur er ætlað sé minna en karla, að við verðum bara að sætta okkur við okkar hlutskipti og það sé ekkert við því að gera. Þess vegna er svo mikilvægt að við minnum okkur reglulega á það að við skiptum máli og réttindi okkar eru engu minni en réttindi karlanna.“

Steinunn biður því allar konur að standa saman og krefjast þess að vera metnar á forsendum sínum og eftir þeirra persónulegu verðleikum.

„Verum ekki hræddar við að krefjast hærri launa eða sækja um „karlastörf“, því við getum miðlað okkar reynslu. Verum óhræddar við að setja fram kröfur í launamálum og standa fast við okkar keip. Leyfum ekki samfélaginu að skilgreina virði okkar eða verðgildi. Við skiptum máli.Tökum pláss.“

Að lokum tekur Steinunn það fram að grein hennar einkennist að miklu leiti að kynjatvíhyggju.

„Ég vil gjarnan koma því á framfæri að laun og/eða launamunur transfólks eða fólks sem stendur utan kynjatvíhyggjunnar er eitthvað sem ég hef ekki kynnt mér nógu vel til að fjalla um hér en er engu að síður mjög mikilvægt og ég hvet til þess að það verði rannsakað frekar.“

Hægt er að fylgjast með bloggurum Uglur.is á Snapchat: uglur.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fluttur með hraði á sjúkrahús með verk fyrir brjósti

Fluttur með hraði á sjúkrahús með verk fyrir brjósti
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Oddviti Viðreisnar hyggst segja sig úr bæjarstjórn Garðabæjar

Oddviti Viðreisnar hyggst segja sig úr bæjarstjórn Garðabæjar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.