fbpx
Fimmtudagur 17.janúar 2019
Bleikt

Húðflúr á andliti Justin Bieber opinberað eftir margra mánaða feluleik

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 2. janúar 2019 11:08

Fyrrum barnastjarnan og söngvarinn Justin Bieber hefur í nokkra mánuði falið nýtt húðflúr sem hann lét setja á andlitið. Nú hefur hinn frægi húðflúrari, JonBoy, sem gerði flúrið á Bieber sett inn mynd af því á Instagram.

Bieber hefur áður gefið vísbendingu um nýja flúrið, þegar hann birti mynd af eiginkonu sinni, Hailey Bieber með undirskriftinni Style&Grace. Á andliti Bieber má sjá að á flúrinu stendur einfaldlega „grace“ og telja því aðdáendur hans líklegt að Hailey sé með orðið „style“ flúrað á sig en það hefur þó ekki verið staðfest.

Samkvæmt Metro bað Bieber um hönd Hailey í júlí á síðasta ári en talið er að þau hafi gift sig hjá sýslumanni í september síðastliðnum. Þá er einnig talið líklegt að parið muni halda almennilega veislu fyrir vini og vandamenn síðar meir.

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 6 dögum

Segir Khloe Kardashian vera í fangelsi fitusmánunar

Segir Khloe Kardashian vera í fangelsi fitusmánunar
Bleikt
Fyrir 6 dögum

10 merki þess að þú sért of gamall til að fara á skemmtistaði

10 merki þess að þú sért of gamall til að fara á skemmtistaði