fbpx
Fimmtudagur 17.janúar 2019
Bleikt

Allt sem þú þarft að vita um þurran janúar – Taktu þátt

Aníta Estíva Harðardóttir
Miðvikudaginn 2. janúar 2019 13:00

Nú þegar þú ert (vonandi) loksins orðinn laus við þynnkuna frá áramótunum, gætir þú verið að velta því fyrir þér hvort þú ættir að prófa að gefa áfengi frí. Að minnsta kosti í ákveðin tíma.

Þurr janúar er ekki alveg nýr af nálinni en samkvæmt Metro er talið að á síðasta ári hafi þrjár milljónir breta tekið þátt í átakinu, þá er ekki talið með restina af heiminum.

Átakið snýst einfaldlega um það að sleppa allri áfengisdrykkju í janúarmánuði. En hvað er það sem gott er að vita áður en þú ákveður að prófa?

Kostirnir við þurran janúar:

Það fyrsta sem þú munt taka eftir þegar þú sleppir áfengi, er betri svefn. Þrátt fyrir að þér finnist þú ná að sofna fyrr og sofa fastar eftir að hafa fengið þér nokkra drykki þá er staðreyndin sú að þegar þú sofnar eftir að hafa drukkið nokkra drykki, þá ferð þú beint inn í djúpsvefn og missir af hinum fulla svefnhring sem líkaminn þarfnast. Fyrir utan það að þú sleppur við það að vakna þunn/ur.

Í framhaldi af því að sofa betur finnur þú að þú hefur aukna orku.

Að drekka reglulega lækkar serótónín framleiðslu í heilanum og þeir sem þjást af kvíða eða þunglyndi eru tvisvar sinnum líklegri en aðrir til þess að lenda í vandræðum með drykkju sína. Það að hætta að drekka mun aldrei hjálpa fólki að læknast af andlegum vandamálum til fulls, en það gæti þó fundið reglulegan mun á skapi sínu og gæti fundið út aðrar betri leiðir heldur en áfengi til þess að takast á við vandamál sín.

Það eru margir sem ákveða að taka þátt í þurrum janúar til þess að létta sig. Það eru yfir 200 kaloríur í einu stóru vínglasi og þegar þú sleppir því að innbyrða það sem sumir kalla „innantómar kaloríur“ gætir þú fundið mun á mittinu. Þar sem þú sleppur einnig við þynnkuna, er líklegra að þú borðir hollara fæði alla morgna.

Það er þó eitt sem ætti að þyngjast ágætlega þegar þú sleppir áfenginu, veskið þitt. Þú sparar nefnilega peninga á því að sleppa því að fara á barinn.

Í rannsókn sem framkvæmd var í háskóla í London var komist að því að þeir sem tóku þátt í þurrum janúar höfðu í lok mánaðarins bætta lifra starfsemi, blóðsykurinn var jafnari og kólesteról hafði lækkað í líkama þeirra. Það er því augljóst að þurr janúar getur haft virkilega góð áhrif.

Eitt af því sem þú gætir einnig uppgötvað af því að taka þátt í þurrum janúar er sýn þín á áfengi. Ef þátttakan fær þig til þess að endurskoða drykkjuhegðun þína getur það aðeins táknað eitthvað gott.

Góð ráð fyrir þá sem ætla að taka þátt:

  • Taktu einn dag í einu. Í staðin fyrir að hugsa um þetta sem langtíma átak, taktu þetta þá í litlum skrefum.
  • Ræddu við aðra vini eða samstarfsfólk sem er einnig að taka þátt. Þið getið spjallað saman ef þið eigið erfiðan dag.
  • Losaðu þig við allt áfengi út úr húsinu til þess að forðast freistingar.
  • Haltu áfram að fara út með vinum þínum. Ef þú lokar þig af gætir þú farið að líta á þetta sem neikvæðan hlut svo ef vinir þínir eru að fara út, farðu þá með þeim en slepptu því að kaupa þér áfengi.
  • Prófaðu nýtt áhugamál. Hvort sem það er hreyfing eða að mæta í saumaklúbb þar sem er prjónað. Það er gott að finna félagsskap í öðru en því sem tengist áfengi.
  • Prófaðu að drekka drykki sem eru án áfengis eins og til dæmis Gin og Tónik eða bjór sem hefur ekkert áfengi í.
  • Taktu ábyrgð. Sumir ákveða að setja færslu á samfélagsmiðla til þess að láta vita af átakinu, aðrir láta maka sinn vita. Þannig er líklegra að þú haldir þig við átakið.
  • Njóttu þess. Ferskir morgnar þar sem þú vaknar án þess að hafa sent vandræðaleg skilaboð kvöldið áður er hluti af þurrum janúar. Taktu eftir öllu því sem þú saknar ekki við það að sleppa drykkju, í staðin fyrir að einblína á það sem þú saknar.

Að janúar loknum:

Þér mun alltaf líða eins og þú hafir náð ákveðnum sigri þegar janúar er búinn. Þú vilt ekki missa þig í drykkju þegar mánuðurinn er búinn bara til þess að bæta upp fyrir alla þá drykki sem þú hefur sleppt.

Ef þú upplifir þig virkilega háða/n áfengi eftir þennan mánuð, þá skalt þú hafa samband við þinn lækni og ræða um það.

Ef þú elskaðir kostina við það að vera edrú, þá gætir þú prófað að taka ákvörðun um það að minnka drykkju til muna.

Reyndu að taka sama hversu mikla peninga þú hefur sparað allan mánuðinn á því að sleppa drykkju og skrifaðu niður allt það sem þér fannst jákvætt við það að sleppa því að drekka. Ef þú lendir svo í þeirri stöðu að langa að fá þér drykk bara af því að þér leiðist, eða af því að þér líður eins og það sé eitthvað sem þú ættir að vera að gera, þá gætir þú áttað þig á því að hugurinn er farinn að leita annað og þú ert jafnvel farin að endurhugsa afstöðu þína til drykkju.

Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV.
Netfang: anita@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 6 dögum

Segir Khloe Kardashian vera í fangelsi fitusmánunar

Segir Khloe Kardashian vera í fangelsi fitusmánunar
Bleikt
Fyrir 6 dögum

10 merki þess að þú sért of gamall til að fara á skemmtistaði

10 merki þess að þú sért of gamall til að fara á skemmtistaði