fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Avril Lavigne var búin að sætta sig við dauðann: „Ég fann hvernig líkami minn var að slökkva á sér“

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 7. september 2018 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Avril Lavigne hefur nú opnað sig um veikindi sín í tilfinningaþrungnum pósti sem hún titlar á aðdáendur sína. Avril sem er þrjátíu og þriggja ára gömul hefur ekki gefið út plötu í meira en fimm ár vegna alvarlegra veikinda sem hún hefur glímt við.

Avril veiktist af Lyme sjúkdómnum og þegar ástand hennar var verst var hún búin að sætta sig við dauðann.

„Ég hef eytt síðustu árum veik heima að berjast við Lyme sjúkdóminn. Þetta voru verstu ár lífs míns þar sem ég fór í gegnum líkamlega og andlega baráttu. Ég er mjög stolt af mér því ég notaði baráttu mína til þess að semja tónlist. Ég skrifaði lög á meðan ég lá í rúminu eða sófanum og tók mest megnið upp þar líka. Orð og textar runnu átakalaust frá mér um reynslu mína af veikindunum. Það hélt mér uppi að hafa markmið sem mig langaði að ná og tónlistin gaf mér tilgang til þess að lifa og hjálpaði mér að ná bata,“ segir Avril í pósti sínum sem greint var frá á Metro.

Söngkonan þakkar aðdáendum sínum fyrir stuðninginn í gegnum baráttu hennar fyrir lífinu.

„Fyrsta lagið sem ég ákvað að gefa út heitir „Head above water“. Það er líka fyrsta lagið sem ég samdi og er frá hræðilegasta tíma lífs míns. Ég hafði sætt mig við dauðann og fann hvernig líkami minn var að slökkva á sér. Mér leið eins og ég væri að drukkna. Eins og ég væri komin á kaf og ég þurfti að komast upp úr til þess að geta andað.“

Avil tók ákvörðun um að tala um baráttu sína opinberlega.

„Til að vera alveg hreinskilin þá er hluti af mér sem langar ekki til þess að tala um veikindi mín því mig langar til þess að skilja þau eftir í fortíðinni en ég veit að ég verð að gera það.Það er ekkert annað sem ég vill meira heldur en að komast aftur upp á svið. Að halda á gítarnum mínum og hlaupa um. Að syngja frá hjartanu og ferðast um heiminn til þess að sjá alla aðdáendur mína. Ég er svo spennt að vera að koma aftur með nýja tónlist og að hafa ykkur með mér í þessu ferðalagi. Við skulum gera þetta! Nýtt tímabil!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Betri en bæði Lampard og Gerrard – ,,Númer eitt fyrir mér“

Betri en bæði Lampard og Gerrard – ,,Númer eitt fyrir mér“
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.