fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Íslenskar konur opna sig um tengdamæður sínar: Vandræðaleg augnablik: „Mamma klippti táneglurnar á kærastanum“

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 22. september 2018 21:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Föstudagsfréttin hefur birst áður og sló í gegn og birtum hana nú aftur á Bleikt. Það er ávísun á farsælt ástarsamband að eiga góða tengdamóður. Því miður eru þær þó eins misjafnar og þær eru margar. Hér á eftir má finna nokkrar stórkostlegar sögur af því þegar íslenskar konur hittu tengdamömmu sína í fyrsta skipti.

Sumar eru í dag orðnar fyrrverandi tengdó. Kannski ekki skrítið þar sem hér kemur við sögu tengdamóðir sem málaði svefnherbergið og breytti stofunni, án leyfis. Önnur var mjög áköf í að vita hvernig punghárin á syni hennar líta út.

Kona, 24 ára: Ég og kærastinn minn vorum nýbyrjuð að hittast þegar ég gisti hjá honum í fyrsta skiptið. Morguninn eftir vakna ég við það að tengdó kemur inn og segir: „Hver er þetta? Eruð þið allsber?“ Og kippir upp sænginni! Bestu fyrstu kynni í heimi! En hún er besta tengdó sem nokkur gæti hugsað sér

Kona, 22 ára: Ég var með strák þegar ég var 15 ára og við vorum að koma úr ferðalagi með fullt af dóti í aftursætinu og hún kemur út og segir: „Þið getið ekki haft þetta svona þegar börnin koma“. Vorum búin að vera saman í mánuð.

Kona: Ég var 15 ára í skírn með 20 ára fyrrverandi kærastanum mínum og mamma hans snýr sér að mér og segir: „Þú ert næst.“

Kona, 27 ára: Ég hef reyndar ekki lent í neinu skrítnu en mamma mín klippti táneglurnar á kærastanum mínum þegar við vorum búin að vera að hittast í mánuð.

Kona, 28 ára: Mamma mín er draumatengdamamma! Þegar ég var búin að vera með kærastanum mínum í nokkra mánuði bauð mamma honum að borða hjá okkur köku eitt kvöldið. (Ég sjálf þorði ekki enn að borða fyrir framan hann svo ég fékk mér bara vatn.) Mamma var nýbúin í baði, mjög rauð og fín á náttsloppnum!

Ég gerði smá grín að henni og hún hló svo mikið að hún prumpaði, og hló svo enn meira! Hún segir alltaf að hún geri sig að fífli svo tengdasynir hennar geti sjálfir gert það àn þess að skammast sín! Mamma er best

Kona: Pabbi sagði við kærastann minn fyrsta morguninn sem hann gisti heima: „Sváfuð þið ekki í náttfötum?“ Þetta var það fyrsta sem hann sagði við hann.

Kona: Ekki beint tengdó en hún tók þátt. Yfir matnum á aðfangadag þegar við vorum búin að vera saman í hálft ár bað amma kærasta míns um orðið og segir: „Nú er ætla ég að semja við barnabörnin mín. Þar sem ég verð líklegast ekki lifandi á næstu jólum vil ég að það verði komið barnabarnabarn fyrir næstu jól, hver býður sig fram?“ Kærasti minn var sá eini í sambandi á þessum tíma þannig það var litið bent á okkur. Þetta var fyrir þremur jólum og hún hefur gert þetta öll jól síðan.

Kona, 22 ára: Kannski ekki um tengdaforeldri en samt það vandræðalegasta sem ég hef lent í. Núna um daginn gisti ég heima hjá strák. Ég bý í mjög litlu samfélagi þar sem flest allir þekkjast. Við vöknuðum við að maður bankar á útidyrahurðina, labbar inn og kallar: „Góðan daginn – ég er að sækja dóttur mína.“ Ég verð tuttugu og eins árs á þessu ári.

Kona: Þegar pabbi hitti kærastann minn í fyrsta skipti þá labbaði hann mjög hægt að honum, mældi hann út frá toppi til táar og sagði: „Djöfull ertu ljótur,“ svo sprakk hann úr hlátri. Hann útskýrði seinna að þetta hefði bara verið djók en ég hlæ alltaf þegar ég hugsa um þetta.

Kona, 31 ára: Ein fyrrverandi tengdamamma tók sig til á meðan ég og fyrrverandi vorum á Spáni og málaði hjónaherbergið blátt (af því að henni fannst það fallegur litur) og breytti stofunni þar sem henni þótti hún fallegri svoleiðis.

Kona, 22ára: Fyrrverandi tengdamamma mín tók mig á spjallið þegar ég var ekki búin að vera lengi með syni hennar. Hún vildi vita hvernig punghárin á honum sínum væru. Ég hélt að ég yrði ekki eldri!

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum