fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Sigrún Ásta: „Sagði við manninn minn að ég ætlaði að láta hann fá fullt forræði og hverfa“

Mæður.com
Föstudaginn 21. september 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjartað mitt brotnaði þegar ég var að skoða innri tölfræði Mæður.com og sá að einhver hafði leitað eftir fæðingarþunglyndi.

Fæðing barns á að vera svo fullkomin stund. Að fara heim með barnið og hugsa um litlu veruna sína. En það er ekki alltaf þannig. Við tekur lífið sem snýst ekki lengur um þig, heldur barnið. Allar ákvarðanir sem við tökum eftir fæðingu barnsins eru miðaðar út frá því. Ofan á það koma svefnlausu næturnar eða slitni svefninn.

Þegar litið er til alls er ekki skrítið að sumum, jafnvel mörgum, foreldrum líði eins og lífið þeirra sé einskonar fangelsi. Síþreyta, pirringur, aukin eða minni matarlyst, hausverkur, o.s.frv. eru allt merki um að ekki sé allt með felldu. Merkin geta jafnframt verið mun stærri, eins og t.a.m. skortur á tengslum við barnið.

Ég þjáðist af fæðingarþunglyndi, en sem betur fer stóð það ekki lengi yfir. Ég fann fyrir áhugaleysi gagnvart barninu og svo sektarkennd yfir því að vera ömurleg, hræðileg mamma. Barnið ætti miklu betra skilið hugsaði ég. Eftir að ég sagði við manninn minn að ég ætlaði að láta hann fá fullt forræði og hverfa fattaði ég að eitthvað væri að, og að ég þyrfti hjálp.

Ég var sett í próf í ungbarnaverndinni og í ljós komu auknar líkur á þunglyndi. Sé fæðingarþunglyndi, sem á að vera tímabundið ástand, látið vera getur það þróast yfir í langvarandi geðraskanir. Þess vegna er mikilvægt að ef þú, kæri lesandi, móðir eða faðir, finnur fyrir langvarandi vanlíðan eftir fæðingu barnsins þíns að þú leitir þér hjálpar eins fljótt og auðið er.
Þú átt það skilið. Barnið þitt á það skilið. Það á þig skilið.

Færslan er skrifuð af Sigrúnu Ástu og birtist upphaflega á Mæður.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona