fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Sjö algengustu vandamál para í kynlífinu og lausnir við þeim

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 2. september 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir flest pör er gott kynlíf mikilvægt í sambandinu. Með því tengist fólk oft betur með snertingu og nánd. Það getur þó komið upp í öllum samböndum að kynlífið sé bara einfaldlega ekki gott. Pör sem stríða við vandamál í kynlífinu geta orðið leið á ástandinu og getur það leitt til vandamála fyrir sambandið.

Popsugar leitaði því ráða hjá kynlífssérfræðingum og setti saman lista af sjö algengustu vandamálunum þegar kemur að kynlífi:

Vandamál: Ósamræmi í kynhvöt einstaklinga

Þetta er vandamál þar sem annar aðilinn vill meira kynlíf en hinn og er það ótrúlega algengt. Það getur leitt til mikillar gremju í sambandinu.

Lausnin: Fyrsta skrefið í því að leysa þetta mál er að ræða saman, án þess þó að skella skuld á hvort annað. Þetta er hvorugum aðilanum að kenna. Þetta er bara mismunandi kynhvöt. Þegar búið er að opna á samræðurnar er best að reyna að komast að góðum milliveg þar sem báðir aðilar eru sáttir.

Vandamál: Skortur á samskiptum

Kynlíf er svo stór hluti af samböndum en samt er það líklega sá hlutur sem þið talið minnst um. Ef fólk á ekki góð samskipti um kynlíf sitt í sambandinu þá fær hvorugt þeirra það sem það vill. Raunin er að því meira sem við ræðum um kynlífið okkar, því betra verður það.

Lausnin: Í staðin fyrir að tala saman um kynlífið uppi í rúmi, geymið þá samræðurnar þar til þið eruð á hlutlausum stað. Til dæmis þegar þið eruð að keyra tvö saman og þurfið ekki að vera með augnsamband allan tímann. Sumum finnst nefnilega vandræðalegt að ræða kynlíf. Þegar þið eruð svo að tala um kynlífið ykkar munið þá að kenna engum um neitt heldur talið um það af forvitni.

Vandamál: Skortur á forleik

Þú þarft að vera í stuði áður en þú ferð úr fötunum. Rannsóknir hafa sýnt að konur þurfa að minnsta kosti 18 mínútur af forleik áður en þær eru tilbúnar fyrir kynlíf.

Lausnin: Byrjið á því að senda hvoru öðru kynæsandi skilaboð yfir daginn. Þegar kemur að forleiknum ekki takmarka ykkur við það að kyssast og káfa – prófið eitthvað nýtt. Til dæmis nudd eða að binda fyrir augu annars hvors ykkar.

Vandamál: Leiðinlegt kynlíf

Oft þurfa pör að breyta til og prófa eitthvað nýtt til þess að krydda upp á kynlífið. Það er auðvelt að kenna makanum um það að kynlíf verði að rútínu, en mundu: Þú ert helmingurinn af þeirri rútínu.

Lausnin: Taktu ábyrgð og stingtu upp á breytingu. Eitthvað lítið eins og annað herbergi, ný stelling eða kynlífsleikfang getur snúið blaðinu við.

Vandamál: Enginn tími fyrir kynlíf

Á milli þess að sinna vinnunni, fjölskyldunni og fleiri hlutum getur verið erfitt að finna tíma til þess að stunda kynlíf. Það getur verið auðvelt að kenna fullri dagskrá um það að tímaleysi sé til staðar. En þetta er ekki spurning um tíma, heldur spurning um forgangsröðun.

Lausnin: Setjið kynlífið á „to-do“ listann. Það er svo mikilvægt að setja kynlífið í forgang, jafnvel þó þú þurfir að gera það eftir dagskrá. Að setja kynlíf á dagatalið tekur ekki bara pressuna af ykkur báðum heldur gefur ykkur líka tíma til þess að hlakka til einhvers.

Vandamál: Bil á milli fullnæginga

Karlmenn eru líklegri til þess að fá fullnægingu á undan konum. Jafnvel karlmenn sem ekki fá það fljótt.

Lausnin: Í fyrsta lagi, segðu honum frá því. Hann ætti að hjálpa þér að klára þótt hann sé búinn. Æfið ykkur í því að komast eins nálægt því og þið getið að vera samtaka í fullnægingu.

Vandamál: Þurrkur

Ef konur blotna ekki nógu mikið þá getur kynlíf orðið óþægilegt og jafnvel vont. Jafnvel þrátt fyrir að konur blotni vel í leggöngunum þá blotna hvorki snípurinn né getnaðarlimur karlmanna náttúrlega.

Lausnin: Nokkrir dropar af góðu sleipiefni geta munað rosalega miklu. Það er líka hægt að fá það með bragðefnum og gert munnmök miklu ánægjulegri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Píratar vilja Útlendingastofnun feiga

Píratar vilja Útlendingastofnun feiga
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kostar sitt að kúka í Lystigarðinum – Akureyrarbær tvöfaldar verðmiðann

Kostar sitt að kúka í Lystigarðinum – Akureyrarbær tvöfaldar verðmiðann
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.