fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Rósa Soffía: „ Afhverju viltu missa þessi kíló – hvað mun breytast í lífi þínu?“

Lady.is
Föstudaginn 31. ágúst 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sem fyrrverandi einkaþjálfari og fitnesskeppandi fæ ég reglulega spurningar varðandi þjálfun og mataræði. Ein algengasta spurningin sem ég fæ er: „Ég þarf að léttast um x mörg kíló, hvað á ég að gera?“ Það sem ég er farin að gera er að svara þessari spurningu með annarri spurningu, og hún er: „Af hverju viltu missa þessi kíló? Hvað mun breytast hjá þér við að missa þau?“ Oftast er lítið um svör, eða þá að svörin séu eitthvað um að einu sinni var hún svona mörg kíló og þá leið henni svo vel, eða að það sé bara flottara og skemmtilegra að vera grennri, lífið verði auðveldara og þar fram eftir götunum.

Að missa kíló mun ekki breyta hugsun þinni

En veistu hvað? Ef þér líður illa í eigin skinni núna, þá er enginn kílóamissir að fara að breyta því! Það sem þarf að breytast er fyrst og fremst hvernig þú hugsar um sjálfa þig. Ef þú elskar sjálfa þig og finnst þér þú vera manneskja sem er þess virði að elska, eigi skilið að líða vel og njóta lífsins, þá fyrst verður lífið skemmtilegra og auðveldara. Þá skiptir engu máli hvað þú ert mörg kíló. Og ég er ekki einu sinni að grínast. Það skiptir engu máli hvað þú ert mörg kíló! Kíló segja ekkert til um það hvort þú getir náð árangri í skóla eða starfi. Kíló segja ekkert til um það hvort þú getir verið góð vinkona, kærasta eða mamma. Kíló segja ekkert til um það hversu góð, fyndin og frábær manneskja þú getur verið.

Það er allt í lagi að vera með appelsínuhúð, slit og fitukeppi

Af hverju er búið að innprenta það svona inn í hausinn á okkur að við þurfum að líta út á ákveðinn hátt? Af hverju eru til meðferðir til að minnka appelsínuhúð, minnka slit, frysta fitu og svo mætti lengi telja (svo ég tali nú ekki um að allar þessar meðferðir eru markaðssettar fyrir konur, þó karlar fái líka alveg slit, appelsínuhúð og fitukeppi, en að einhverjum ástæðum er það ekki talið eins hræðilegt? Af hverju megum við ekki bara vera eins og við erum og það geti þótt fallegt, án þess að það sé verið að féfletta okkur endalaust með einhverjum „fegrunarmeðferðum“? Þetta er náttúrulega allt businessBusiness sem varð til vegna óöryggi kvenna. Ég vildi óska að allar konur tækju sig saman og myndu sniðganga þessar meðferðir fyrir fullt og allt, til þess að sýna í verki að það er bara allt í lagi að vera með appelsínuhúð, slit og fitukeppi hér og þar.

Fegrunarstaðlar innprentaðir í hug okkar frá fæðingu

En ég vil þó taka það fram að mér finnst ekkert að konum sem fara í slíkar meðferðir eða hafi farið einhvern tíma á ævinni (guilty!), enda er þetta eitthvað sem hefur verið innprentað í okkur frá fæðingu og það er bara alls ekki auðvelt að breyta þessum fegrunarstöðlum einn, tveir og bingó. En með tímanum getum við unnið á móti þessu, og orðið öruggar í eigin skinni, alveg sama hvað við erum mörg kíló eða hvernig áferð er á húðinni okkar.

Einnig finnst mér mjög mikilvægt að það komi fram að ég hvet að sjálfsögðu alla til að hugsa vel um heilsuna og hreyfa sig reglulega. Það er allt partur af því að elska sjálfan sig. Ef við komum vel fram við okkur og gerum hluti sem láta okkur líða vel, þá mun það skila sér í betri líðan. En þó þú sért í yfirþyngd, þá þýðir það samt ekki að þú hafir ekki fullan rétt á því að elska sjálfa þig alveg eins og þú ert akkúrat NÚNA. Og ef þú ert að reyna að léttast, þá finnst mér aðalatriðið vera að ástæðan fyrir því sé rétt. Það er að segja, að þú sért að léttast að heilsufarsástæðum, en ekki til að mæta útlitskröfum samfélagsins. Að þú sért að gera það fyrir þig, af því að þig langar það. Og þú vitir nákvæmlega AF HVERJU þig langar það.

Það sem ég legg til að þú gerir, næst þegar þú hugsar um að missa einhver kíló, er að spyrja sjálfa þig þessara spurninga. Af hverju viltu missa þessi kíló og hvað mun breytast í lífi þínu við að missa þau?

Færslan er skrifuð af Rósu Soffíu og birtist upphaflega á Lady.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433
Fyrir 10 klukkutímum

Evrópudeildin: Marseille áfram eftir vítaspyrnukeppni – Svona líta undanúrslitin út

Evrópudeildin: Marseille áfram eftir vítaspyrnukeppni – Svona líta undanúrslitin út
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

United gæti notað Greenwood upp í kaup á leikmanni Juventus

United gæti notað Greenwood upp í kaup á leikmanni Juventus
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Eftir vonbrigðin í gær hefur Pep ákveðið hvert aðalskotmark sitt í sumar verður

Eftir vonbrigðin í gær hefur Pep ákveðið hvert aðalskotmark sitt í sumar verður
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ekki komið til tals að reka Sean Dyche

Ekki komið til tals að reka Sean Dyche
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.