fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Faðir Katrínar var skotinn til bana: „Við vorum alltaf tvær mæðgurnar en áttum gott bakland“

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 30. ágúst 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Lea Elenudóttir bar sigur úr bítum í keppninni Miss Universe Iceland sem haldin var fyrr í mánuðinum og varð með því yngsti þátttakandi keppninnar sem hefur sigrað. Segir Katrín úrslitin ekki hafa komið sér á óvart enda hafi hún æft sig vel í tvö ár.

Hét Ekatería fyrstu ár ævi sinnar

Katrín Lea er fædd og uppalin í Síberíu þar sem hún bar nafnið Ekatería fyrstu ár ævi sinnar. Mikil fátækt er á þessum slóðum og þegar móðir hennar, Elena Skorobogatova, kynntist íslenskum manni átti líf þeirra eftir að breytast mikið.

„Með þeim tókst vinátta og stuttu síðar flutti hún til Íslands þar sem hann var búsettur en ég varð heima eftir í Síberíu. Næstu fjögur árin bjó mamma Íslandi og vann myrkranna á milli, en ég heima hjá ömmu og afa,“ segir Katrín Lea í viðtali við Írisi Hauksdóttur í nýjasta tímariti Vikunnar.

Faðir Katrínar skotinn til bana í Rússlandi

Þegar Katrín Lea flutti svo með móður sinni til Íslands lét hún breyta nafni sínu og ákvað hún í leiðinni að taka upp nafn móður sinnar í eftirnafn.

„Ég ákvað jafnframt að kenna mig við hana enda ól hún mig upp ein síns liðs. Við vorum alltaf tvær mæðgurnar en áttum gott bakland í foreldrum mömmu sem reyndust okkur vel.“

Þremur árum eftir flutning Katrínar til Íslands sáu mæðgurnar fréttir í rússneska sjónvarpinu þar sem greint hafði verið frá andláti föður hennar.

„Ég þekkti pabba minn aldrei neitt en mamma sagði skilið við hann fljótlega eftir að ég kom í heiminn. Hann reyndi aldrei að hafa samband en hann var um tíma tengdur inn í rússnesku mafíuna sem við teljum að sé ástæða þess að honum var síðar ráðinn bani.“

Faðir Katrínar var skotinn til bana í heimalandi sínu en miklir átakatímar voru í Rússlandi á þessum tímum, eftir fall Sovétríkjanna.

Viðtalið við Katrínu má lesa í Vikunni. 

https://www.instagram.com/p/Bm06tb_Ad-h/?utm_source=ig_web_copy_link

Mynd: @north_pole_studio Facebook: @northpolestudioiceland 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.