fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Mæðurnar Hildigunnur og Sandra opnuðu barnafataverslun sem kyngerir ekki fatnaðinn: „Við hvetjum fólk til þess að ögra staðalímyndum kynjanna“

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 27. ágúst 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bræður í litríkum fötum – „Við viljum að börnin okkar geti skartað hvaða lit sem er“

Mæðurnar Hildigunnur Borga Gunnarsdóttir og Sandra Gunnarsdóttir opnuðu nýverið verslunina Regnbogann á Facebook og Instagram. Hildigunnur og Sandra eru báðar nýbúnar að eignast litla stráka og eiga þær það sameiginlegt að vilja klæða þá í alla liti regnbogans og kviknaði hugmyndin að versluninni út frá því.

„Við viljum að börnin okkar geti skartað hvaða lit sem er og þau trúi því seinna meir að þau geti valið sér það sem þeim finnst flottast. Við leyfum þeim að alast upp í umhverfi þar sem allir möguleikar eru opnir og við setjum þau ekki í neitt box,“ segja þær í viðtali við Bleikt.

„Strákarnir okkar eru því oft í bleikum og fjólubláum fötum og í fötum með blómum og glimmeri sem í okkar samfélagi telst bara vera fyrir stelpur. Við tókum eftir því í verslunum hérlendis að þær eru lang flestar kynjaskiptar og stelpudeildirnar eru oft mjög litríkar með pallíettum, glimmeri og fleiru skemmtilegu á meðan strákadeildirnar eru oft mjög daufar í litum, mikið grátt, blátt og brúnt.“

Einnig finnst þeim vöntun á kjólum með til dæmis bílamunstri, risaeðlumunstri og fleiru sem telst vera fyrir stráka.

„Við vildum því opna Regnbogann og bjóða upp á litrík unisex föt og féllum við fyrir nokkrum sænskum fatamerkjum sem eiga dásamlega vel við okkar hugsjón. Við kyngerum ekki fatnaðinn okkar og við hverjum auðvitað fólk til þess að ögra þessum staðalímyndum kynjanna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool súpa hveljur – Af hverju er húsið hans komið á sölu?

Stuðningsmenn Liverpool súpa hveljur – Af hverju er húsið hans komið á sölu?
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Guðmundur H. Garðarsson er látinn

Guðmundur H. Garðarsson er látinn
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.