fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Himnesk vegan súkkulaðimús að hætti Laufeyjar Ingu

Vynir.is
Miðvikudaginn 22. ágúst 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er alltaf tími fyrir súkkulaði að mínu mati, á góðum og slæmum tímum og ef þú ert ekki sammála mér þá getum við því miður ekki verið vinir (nema þú gefir mér alltaf þinn skammt af súkkulaði). Hérna langar mér að deila með ykkur uppskrift af himneskri vegan súkkulaðimús. Ef orðið vegan hræðir þig þá get ég fullvissað þig um að hún gefur venjulegri súkkulaðimús ekkert eftir!

Hráefni :

2 lárperur

1/2 bolli kókosrjómi

1/3 bolli kókosmjólk

1/2 bolli + 2 msk sykur

1/4 tsk salt

1/2 bolli + 2 msk kakó

tsk vanilludropar

Aðferð :

Öll hráefni eru sett í blandara eða matvinnsluvél og blandað þar til blandan er orðin silkimjúk. Þá er músin tilbúin en það er mjög gott ef hún fær að standa í ísskáp í klukkutíma eða svo. Gæti varla verið einfaldara.

Mér finnst æðislegt að pimpa hana upp stundum, ef ég er í stuði fyrir það og set hérna fyrir neðan nokkrar mismunandi hugmyndir af útfærslu.

Fyrir ferskari útgáfu er gott að setja 1/4 piparmyntudropa með í blandarann/matvinnsluvélina og skreyta svo með ferskri myntu.

Fyrir sælkera útgáfu er geggjað að hella yfir karamellusósu af eigin vali og strá sjávarsalti yfir.

Fyrir klassísku útgáfuna mæli ég með að bera hana fram mér þeyttum rjóma og ferskum berjum, klárlega mitt uppáhalds.

Færslan er skrifuð af Laufeyju Ingu og birtist upphaflega á Vynir.is 
Hægt er að fylgjast með Laufeyju á Instagram: lobbzter

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 9 klukkutímum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.