fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Nokkrir hlutir sem nýbakaðir foreldrar ættu að vita

Mæður.com
Þriðjudaginn 21. ágúst 2018 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

1. Fyrsta árið snýst eiginlega alveg um þetta litla kríli sem var að mæta í heiminn og því mjög mikilvægt fyrir ykkur að muna eftir hvor öðru. Maður á það til að gleyma maka sínum svolítið og það er ekkert skrítið, það var að bætast ný manneskja inn í hópinn og öll athyglin fer á hana.

Villimey hefur verið svolítið erfið fyrsta árið sitt og lítill tími fyrir okkur en þegar við erum komin upp í rúm þá nýtum við tímann í að kúra og tala saman.

2. Það er allt í lagi ef þú kannt ekkert á þetta litla nýja líf, þetta er alveg glæný manneskja sem var að bætast í hópinn, taktu þinn tíma í að kynnast og læra á þessa litlu manneskju.

3. Og þú kæra móðir, ekki gleyma því að þú ert þín eigin persóna, þetta hlutverk er krefjandi og erfitt og engin skömm í því að biðja um smá frí til að rækta sjálfa þig. Þú skiptir svo miklu máli og svo mikilvægt að þér líður vel andlega.

4. Pabbar geta líka fengið fæðingaþunglyndi og það er engin skömm í því. Mamman hefur verið að undirbúa sig í 9 mánuði og er því aðeins meira undirbúin heldur en pabbinn og ég skil ósköp vel að pabbarnir fái hálfgert sjokk þegar barnið mætir í heiminn. Bara muna það kæru foreldrar að það er allt í lagi að biðja um hjálp! Og sérstaklega ef annað hvort ykkar líður illa, þetta er svakaleg breyting, sérstaklega fyrir foreldra í fyrsta skipti.

5. Ef það eru önnur systkini á heimilinu þá verður að passa að þau „gleymist“ ekki. Gott að hafa reglulega daga sem stóra systkinið fær að hafa mömmu sína eða pabba alveg eitt, einnig leyfa þeim að taka þátt með ungabarnið, þeim finnst það flestum svo gaman.

Og síðast en ekki síst, ekki gleyma að njóta tímanum sem þið hafið.

Færslan er skrifuð af Gunni Björns og birtist upphaflega á Mæður.com
Hægt er að fylgjast með Gunni á Snapchat og Instagram: gunnurbjornsd

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum