fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Sorgin sem fylgir því að hætta barneignum: „Með öllum fyrstu skiptunum sem líða eru alveg jafn mörg síðustu skipti“

Öskubuska
Fimmtudaginn 16. ágúst 2018 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sorgin sem fylgir því að vera hætt barneignum. Já þið lásuð rétt. Þann 16. júní 2016 var ég tekin úr sambandi við fæðingu Huldu Maríu (þið getið lesið bloggið hér). Ég stend ennþá föst á því að þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið fyrir mig, bæði líkamlega og andlega og sé ekki eftir því einu sinni í sekúntubrot. En í dag, þegar ég sat við eldhúsborðið með Hólmgeir Loga að undirbúa hann undir grunnskóla horfði ég á koppinn sem Hulda María notar núna, því bara lítil börn nota bleyju. Og það skall á mér eins og hamar Þórs. Eftir smá stund, á ég ekki lítil börn lengur. Eftir smá stund á ég grunnskólabarn og ekkert bleyjubarn. Og ég táraðist, mér til varnar tárast ég mjög oft en þetta var öðruvísi.

Hrædd við síðustu skiptin

Það er ákveðin sorg sem fylgir því að ætla ekki að eignast fleiri börn. Sorg sem hefur undanfarið gert reglulega vart við sig og ég bæli yfirleitt niður um leið. Sorg sem kemur þegar ég hugsa til þess að ég mun aldrei aftur finna þessa ungbarnalykt af mínum eigin börnum (sem er víst til í ilmvatnsformi, sel það ekki dýrara en ég keypti það), mun aldrei horfa á Huldu Maríu vera stóru systur og mun aldrei aftur upplifa fyrstu orðin, skrefin og allt þetta krúttlega sem fylgir ungabörnum. Já vissulega koma önnur augnablik, alveg jafn spennandi og alveg jafn merkileg en það eru ekki þessi augnablik – þau koma aldrei aftur, sem er kannski ástæðan fyrir því að ég tek myndir af öllu, öllu sem þau gera. Til að eiga.

Og þó ég sjái ekki eftir því að eignast ekki fleiri börn, þá eru þetta ákveðin kaflaskil því með öllum fyrstu skiptunum sem líða – eru alveg jafn mörg síðustu skipti. Síðasta skipti sem ég skipti um bleyju á Huldu Maríu, síðasta skipi sem ég held á Hólmgeir Loga.

Ég er hrædd við síðustu skiptin, lömuð úr hræðslu réttara sagt. En ég er spennt fyrir öllum hinum fyrstu skiptunum, þegar börnin útskrifast og byrja í skóla, eignast maka, kannski börn. Öll þessi frábæru fyrstu skipti sem eru eftir. Vá hvað ég er spennt, því þó ég segi sjálf frá þá á ég alveg einstök börn og ég er svo montin að fá að upplifa þetta allt saman með þeim.

Færslan er skrifuð af Ingibjörgu Eyfjörð og birtist upphaflega á Öskubuska.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Píratar vilja Útlendingastofnun feiga

Píratar vilja Útlendingastofnun feiga
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kostar sitt að kúka í Lystigarðinum – Akureyrarbær tvöfaldar verðmiðann

Kostar sitt að kúka í Lystigarðinum – Akureyrarbær tvöfaldar verðmiðann
Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn