fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024

Sex ára gömul stúlka pantaði sér dót í leyfisleysi: „Svipurinn á henni segir allt sem segja þarf“

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 16. ágúst 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á laugardaginn síðasta komst móðir sex ára gamallar stúlku að því að dóttir hennar hafði pantað sér dót á Amazon fyrir rúmlega 40.000 krónur og lét senda það beint heim að dyrum.

Catherine Lunt sagði í viðtali við HuffPost að hún hafi pantað Barbie dúkku á Amazon fyrir dóttir sína í verðlaun fyrir að hjálpa til við húsverkin. Eftir að Catherine hafði lokið við pöntunina bað Katelyn, dóttir hennar, móður sína um að fá að skoða síðuna til þess að fá að vita hvenær pöntunin kæmi.

„Þegar ég fór út úr herberinu, missti hún sig,“ segir Catherine.

Fjölskyldan hló að atvikinu

Daginn eftir fór Catherine aftur í tölvuna til þess að skoða aðra pöntun sem hún hafði gert á Amazon og áttaði sig á því að það voru fleiri hlutir á leið til hennar heldur en hún hafði sjálf pantað.

„Ég sá nokkra hluti sem ég þekkti ekki og gat afpantað þá. En svo sá ég að það voru tvær eða þrjár blaðsíður af hlutum sem voru þegar lagðir af stað til okkar.“

Daginn eftir fór fjölskyldan í göngutúr og þegar þau komu til baka voru allir pakkarnir sem Katelyn hafði pantað komnir heim til þeirra.

„Þetta voru aðallega Barbie dúkkur og fylgihlutir, þetta var svo fyndið að við urðum að taka myndir. Svipurinn á henni segir allt sem segja þarf.“

Catherine ætlaði sér að senda pakkana aftur til baka en ákvað fjölskyldan að lokum að gefa þau til spítalans sem Katelyn fæddist á.

„Við ákváðum að gefa þau á barnaspítalann þar sem Katelyn fæddist en hún þurfti að eyða viku þar eftir fæðingu. Katelyn hjálpaði okkur að afhenda pakkana svo ég held að hún hafi lært af reynslunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Skilaboð unga drengsins segir allt um hörmungarnar í vetur

Skilaboð unga drengsins segir allt um hörmungarnar í vetur
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Liverpool að hætta í Nike og fara líklega í Adidas – Fá þó ekki sömu kjör og United

Liverpool að hætta í Nike og fara líklega í Adidas – Fá þó ekki sömu kjör og United