fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Rósa sér eftir því að hafa keppt í módelfitness: „Ég þróaði með mér kvíða félagsfælni, þunglyndi og átröskun. Allt í þeim eina tilgangi að verða fit og mjó“

Aníta Estíva Harðardóttir
Sunnudaginn 12. ágúst 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áður en Rósa Soffía fékk áhuga á fitness var hún ótrúlega venjuleg stelpa. Hún var alltaf grönn, borðaði þegar hún var svöng og velti sér ekkert upp úr því hvað væri hollt eða óhollt.

„Ég stundaði líkamsrækt af og til, og þá aðallegaBody Pump og pallatíma því mér fannst það skemmilegast. Ég fór á djammið, átti marga vini og var mjög félagslynd,“ segir Rósa í einlægri færslu sinni á Lady.is þar sem hún opnar sig um erfitt tímabil í lífi sínu.

Rósa Soffía

Snillingur í að fela tilfinningar sínar

Rósa keppti í módelfitness í nokkur ár og segir hún það tímabil sennilega vera það sem hún sér hvað mest eftir.

„En samt sem áður, sé ég alls ekki eftir því þar sem ég lærði svo ótrúlega margt, svona eftir á. Margir sem þekkja mig munu lesa hér hluti sem þeir vissu ekki af. Ég hef alltaf verið snillingur í að fela tilfinningar mínar, og þá sérstaklega þegar mér líður illa.“

Eftir að Rósa fékk fitnessið á heilann þá breyttist líf hennar hægt og rólega.

„Ég fór að vera eins og jójó á vigtinni. Ég æfði stanslaust, helst tvisvar sinnum á dag, einangraði mig mjög mikið og átti orðið fáa vini sem ég hitti reglulega. Ég þróaði með mér kvíða félagsfælni, þunglyndi og átröskun. Allt í þeim eina tilgangi að verða fit og mjó.“

Kennir engum um

Rósa kennir hvorki fitnessinu, né þeim þjálfurum sem hún var hjá á þeim tíma um reynslu sína.

„Ég er eingöngu að tala um það sem ég gekk í gegnum, mína upplifun.“

Rósa tók yfirleitt 13 – 17 vikna niðurskurð fyrir hvert mót sem hún tók þátt í og þar sem hún var aldrei í neinu rosalegu formi þegar hún byrjaði þá þurfti hún að leggja mjög hart að sér í hverjum niðurskurði.

„Ég leit aldrei á þetta þannig að ég væri að keppa til að vinna. Ég var í raun bara að nota þetta sem afsökun til að geta orðið mjó. Ég vissi það ekki á þeim tíma og ef ég var spurð af hverju ég væri að þessu, þá sagði ég alltaf að mér fyndist þetta bara svo gaman. En þegar ég lít til baka, þá sé ég svo skýrt að ég var ekki að hafa gaman. Mér leið í rauninni alveg hræðilega illa. Sjálfstraust mitt og líðan byggðist algjörlega á því hvort ég væri að standa mig í mataræðinu og ræktinni og hvort vigtin væri ekki örugglega að fara niður. Ef ég svindlaði í mataræðinu og vigtin fór upp, þá refsaði ég mér með því að taka margra klukkutíma æfingar, svelta mig í einhvern tíma og þegar mér leið sem verst, þá var ég farin að skera mig, bæði á handleggjum og lærum.“

Deildi innkaupunum niður til þess að fela neysluna

Rósa þróaði með sér átröskun sem kallast á ensku „binge-eating“ eða svokölluð lotugræðgi. Lotugræðgin lýsir sér þannig að Rósa gat svelt sig eða borðað mjög lítið í jafnvel nokkra daga eða vikur en gafst að lokum upp og át þá eins og hún ætti lífið að leysa.

„Ég man mjög vel eftir mörgum ferðunum mínum í búðina og sjoppuna þar sem ég deildi innkaupunum niður svo enginn sæi hvað ég væri í raun að kaupa mikið. Svo var ég bara heima og át. Svo gat ég endalaust hatað sjálfa mig fyrir að geta ekki verið á þessu fitness-mataræði jafn auðveldlega og allir hinir sem voru að keppa í fitness og stóðu sig svo vel! Mér fannst ég svo mikill aumingi fyrir að geta ekki gert þetta.“

Erfitt að rifja upp versta tímann

Árin 2015 og 2015 voru þau allra verstu í lífi Rósu og á hún í erfiðleikum með það að rifja þau upp.

„Bæði því mér leið svo illa að margt frá þessum tíma er bara einfaldlega í móði og einnig vegna þess að mig langar ekki til að rifja þetta upp. Árið 2016 ákvað ég að flytja á Akranes, minn heimabæ þar sem fjölskyldan mín býr, því ég fann að ég þurfti að gera eitthvað róttækt í mínum málum. Ég var rétt búin að vera nokkra mánuði á Akranesi þegar ég fann batann koma hægt og rólega. Þegar ég lít til baka þá finn ég svo til með þessari stelpu sem ég var orðin. Hvernig gat það orðið svona mikilvægt fyrir mig að vera mjó að ég gjörsamlega fórnaði geðheilsunni minni til þess? Það er mér algjörlega óskiljanlegt.“

Í dag líður Rósu Soffíu vel með líkama sinn þrátt fyrir að vera mun þyngri en hún var þegar hún keppti í fitness og leið illa yfir vigtinni.

„Í dag er ég mun þyngri en þegar ég var að keppa í fitness. En mér er alveg sama. Mér líður vel, ég er í góðu formi og ég er sterk. Ég er hætt að spá í því hvort matur sé hollur eða óhollur, ég borða bara þegar ég er svöng og reyni þá að velja mat sem ég veit að mér líður vel af og gefur mér orku svo ég geti tekið vel á því í Crossfit. Það er orðið svo langt síðan að ég tók átköst eða að ég refsaði mér með æfingum eða svelti, að ég man ekki einu sinni hvenær það gerðist síðast. Ég elska að hitta vini mína og fjölskyldu og er alveg hætt að einangra mig.“

Rósa ákvað að miðla sinni reynslu áfram í þeirri von um að geta mögulega hjálpað öðrum sem finna sig í sömu sporum og hún gekk í gegnum.

„Þú getur hætt. Maður þarf bara að viðurkenna að þetta sé vandamál og gera það sem maður getur til þess að reyna að leysa það. Leita sér aðstoðar, hvort sem er hjá vinum, fjölskyldu eða fagfólki. Það er aldrei of seint.“

Reynslu Rósu Soffíu má lesa í heild sinni á síðunni Lady.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.