fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

„Munum þá sem gleyma“ – Hlaupið í minningu Magnúsar Andra fyrir Alzheimersamtökin

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 10. ágúst 2018 14:00

Magnús Andri að koma í mark í maraþoninu árið 2017.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 23. október síðastliðinn lést Magnús Andri Hjaltason langt fyrir aldur fram, en hann varð bráðkvaddur í sundlauginni í Grindavík. Magnús Andri og fjölskylda hans eru ötulir stuðningsmenn Alzheimersamtakanna, en Hjörtfríður Jónsdóttir, eiginkona Magnúsar Andra, greindist með Alzheimer árið 2012.

Magnús Andri vann í Tengi ehf. í 26 ár og var einn af lykilstarfsmönnum fyrirtækisins í vexti þess. Í minningu hans hyggst hópur fyrrverandi vinnufélaga hans hlaupa til styrktar Alzheimersamtökunum í Reykjavíkurmaraþoninu þann 18. ágúst næstkomandi.

„Magnús Andri hljóp í nokkur ár með hlaupahópnum Stingum af, sem hleypur fyrir Alzheimersamtökin,“ segir Arnar Árnason hjá Tengi ehf. „Þar var Maggi Andri afskaplega hár í áheitasöfnun og var hann áheitakóngur í fyrra. Hann var ötull stuðningsmaður til styrktar samtökunum og hefur unnið mjög vel í þeirra þágu, eins og hann gat samhliða því að aðstoða konuna sína, hana Hjöddu.“

Í febrúar síðastliðnum ákváðu samstarfsfélagar og vinir Magnúsar Andra að stofna hlaupahóp í minningu hans. „Við vildum halda kyndli hans á lofti, hann hafði sett sér það markmið að Stingum af myndi safna milljón og við höfum sett okkur það markmið að safna hálfri milljón þannig að saman ættum við að ná þessari milljón sem er markmiðið. Það er aðdáunarvert að sjá hve margir eru tilbúnir til að taka þátt og gefa í maraþoninu.“

Allir starfsmenn Tengis ehf. sem tök hafa á taka þátt. „Við gerðum okkur vonir um að tíu starfsmenn tækju þátt, en um leið og við lögðum þetta til voru allir sem tiltækir voru til í að vera með. Raunin er því sú að við erum 24, um 60 prósent starfsmanna fyrirtækisins. Hlauparar eru á öllum aldri, af báðum kynjum og í öllu formi. Hver og einn hleypur á sínu tempói, þrír fara hálfmaraþon og hinir 10 kílómetra.“

Hluti starfsmanna Tengis í hlaupabolum. Frá vinstri: Magnús Snæbjörnsson, Þórey Björg Einarsdóttir, Hafdís Hafsteinsdóttir, Arnar Árnason.

Tengi ehf. styður við alla starfsmenn með því að greiða þátttökugjald allra og styður við undirbúninginn. „Þetta hefur verið hvatning fyrir marga til að byrja að hreyfa sig. Við höfum verið að hvetja hvert annað, fara í hlaupagreiningu og fá tilboð á hlaupavörum fyrir okkur.

Andlát Magnúsar Andra var reiðarslag fyrir marga starfsmenn hér, hann var mikill húmoristi og þekkingarbrunnur, mjög vandaður maður,“ segir Arnar. „Við hvetjum alla sem geta til að styrkja þetta verðuga málefni, margt smátt gerir eitt stórt. „Munum þá sem gleyma“.“

Magnús Andri og Hjörtfríður ásamt börnum sínum, Berglindi Önnu, Hjalta og Ernu Rún í maraþoninu árið 2014, en Erna Rún og Hjalti hlaupa einnig í ár fyrir Alzheimersamtökin.

Hægt er að styrkja Tengi ehf. og Alzheimer samtökin í Reykjavíkurmaraþoninu hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona