fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Gunnur um stjúptengsl: „Það stingur mig í hjartað þegar ég sé umræður um að stjúpforeldrar ættu ekki að vera kölluð mamma eða pabbi“

Mæður.com
Miðvikudaginn 1. ágúst 2018 15:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mig langaði að fá að létta aðeins af mér því þetta er búið að liggja svolítið á mér, þessar umræður sem ég rekst ósjaldan á „stjúpforeldrar vs. blóðforeldrar“.

Stjúptengsl/blóðtengsl, hver er eiginlega munurinn? Jú jú blóð er blóð en skiptir það máli?

Ég á einn svo kallaðan „stjúppabba“ sem hefur verið í lífi mínu frá 3 ára aldri, í 22 ár, og þvílík gjöf sem það var og er því frábærri mann er ekki hægt að finna.

Fyrsta minningin mín sem ég man eftir er þegar ég hitti hann í fyrsta skipti,held ég allavega. Hann sat við eldhúsborðið með mömmu og ég sat í fanginu á honum og kyssti hann um allt andlitið, mér leist svo vel á hann.

Það stingur mig í hjartað þegar ég sé umræður um stjúpforeldra, að þau séu ekki foreldrar og ættu ekki að vera kölluð mamma eða pabbi því ég á þennan frábæra pabba sem ég lýt svo upp til.

Ég á líka rosa sætan kærasta hann Almar sem er líka svona „stjúppabbi“ og hugsa sér hvað hann Óli minn sé heppinn að eiga TVO pabba!

Almar kom í lífið hans Óla þegar hann var um 2 ára, hefur skipt á honum, lesið fyrir hann fyrir svefn, vaknað með honum, gefið honum að borða, leikið við hann og svo framvegis, allt sem „alvöru“ foreldri gerir, já stjúppabbinn er meira að segja duglegri en alvöru mamman að lesa fyrir hann.

Svo já ég pæli oft hver munurinn sé?

Ég er kannski bara svo heppin að hafa fengið annan pabba í lífið mitt og heppin með kærasta og lýt á þetta öðruvísi, svo ég bara veit ekki svarið við spurningunni minni.

Færslan er skrifuð af Gunni Björnsdóttur og birtist upphaflega á Mæður.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Þrjú stórlið vilja kaupa óvænta hetju Real Madrid

Þrjú stórlið vilja kaupa óvænta hetju Real Madrid
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma